11.1.2007 | 10:48
Fremantle - WA.
Að störfum í Fremantle, Perth, Vestur Ástralíu.
Fremantle er úthverfi í Perth höfðuborg Vestur Ástralíu. Freo er sérstaklega skemmtileg hafnarborg þar sem miðbærin iðar af lífi, kaffihús og markaðir á "Cappuchino Strip" fullir af fólki og andrúmsloftið afskaplega afslappað.
Miðbærin er staddur niður við höfnina. Þar er mikið úrval veitingastaða sem skaga út í hafið og bjóða upp á veiði dagsins.
Í Fremantle eru mikil evrópsk áhrif, sérskalega ítölsk og portúgölsk.
Það er gaman af því hvað heimurinn er lítill. Þegar mamma var ung flutti ein af bestu vinkonum hennar til Ástralíu og einmitt hingað til Fremantle.
Nú er ég búin að verða mér úti um heimilsfangið hjá henni og símanúmer og ætla að skella mér í heimsókn til hennar.
Um bloggið
Hafsteinn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að frétta þetta .Þú skilar nátturlega mjög góðri kveðju frá okkur Gunna .
Vona bara að Terry fari ekkert að þvælast með þig á flotta Harley D...-hjólinu sínu svo þú smitist ekki af mótorhjóladellu hans en þú hefðir gott af því að far túr á poný-hestinum hans og æfa þig aðeins fyrir hestamennskuna hér heima. Hestarnir bíða bara eftir þér og við náttúrlega líka. Farðu varlega.
Mamma Rósa
Rósa Kristín Albertsdóttir (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 11:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.