14.1.2007 | 01:09
Ég er rotta!!
Skv. kínversku tímatali hefst árið 2007, sem er reyndar árið 4704-4705, þann 17. febrúar nk. Komandi ár er ár svínsins.
Áður en Búdda yfirgaf jörðina í síðasta sinn bauð hann öllum dýrum sköpunarinnar til kveðjuhófs en aðeins tólf mættu. Finnst mér það frekar léleg mæting, Búdda sennilega ekki verið mjög vinsæll. Til að launa þeim vinsemdina nefndi hann ár eftir hverju þeirra og skóp þannig dýrahringinn. Hver sá er fæðist á ári ákveðins dýrs fær eiginleika þess í vöggugjöf.
Hérna getið þið séð hvaða kínverska ár var þegar þið fæddust.
Rotta | Uxi | Tígur | Kanína | Dreki | Snákur | Hestur | Geit | Api | Hani | Hundur | Svín |
1936 | 1937 | 1938 | 1939 | 1940 | 1941 | 1942 | 1943 | 1944 | 1945 | 1946 | 1947 |
1948 | 1949 | 1950 | 1951 | 1952 | 1953 | 1954 | 1955 | 1956 | 1957 | 1958 | 1959 |
1960 | 1961 | 1962 | 1963 | 1964 | 1965 | 1966 | 1967 | 1968 | 1969 | 1970 | 1971 |
1972 | 1973 | 1974 | 1975 | 1976 | 1977 | 1978 | 1979 | 1980 | 1981 | 1982 | 1983 |
1984 | 1985 | 1986 | 1987 | 1988 | 1989 | 1990 | 1991 | 1992 | 1993 | 1994 | 1995 |
1996 | 1997 | 1998 | 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 |
Þar sem ég er fæddur árið 1972 reynist ég vera Rotta!!
Lýsing á rottunni er eitthvað á þessa leið:
"Fólk fætt á ári rottunar er mjög sjarmerandi og heilla hitt kynið upp úr skónum ( þetta byrjar vel! ) Mjög duglegt fólk sem setur sér háleit markmið og nær þeim. Rottur hafa oft fullkomnunaráráttu. Það er auðvelt að reyta rottur til reiði (það getur ekki verið! ) og þær elska að slúðra. Rottur smell-passa með drekum, öpum og uxum."
Smellið á krækjuna til að lesa um ykkar dýr:http://www.c-c-c.org/chineseculture/zodiac/Rat.html
Kínverska árið er 12 mánuðir og 29-30 dagar. Árunum er skipt niður í 12 ára tímabil og er hvert ár nefnt eftir einu af 12 dýrum. Nýju ári er fagnað á öðru tungli eftir vetrarsólstöður sem er milli 21. janúar og 19. febrúar skv. okkar tímatali. Til að halda árinu réttu er það stillt af, svipað og við gerum með hlaupárið.
Kínverjar notast nú reyndar við okkar dagatal og hafa gert síðan 1911 en gamla ártalið er notað til hátiðárhalda, sérstaklega áramótin en þá eru mikil veisluhöld.
Um bloggið
Hafsteinn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku Haddi !
Mikið er ég ánægð að einhver í fjöslkyldunni skuli sýna þessum fræðum áhuga..ég hef verið alein og einangruð á þessu sviði hingað til, en nú get ég fagnað sterkum liðsauka, og kannski farið að tala um þessi mál af einhverri alvöru. Það hljómar nú ekkert sérstaklega fallega að vera Rotta....En það hljómar ekkert sérstaklega vel heldur mitt merki....ekki á ensku amk....'Eg er "cock"!
Maren (IP-tala skráð) 20.1.2007 kl. 10:59
Ég heiti Kristleifur og ég er SVÍN
Kristleifur (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 19:20
Rottan er flott enda er þetta einstaklega góður árgangur!!
Kveðja af næturvaktinni,
Trausti
Trausti (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 00:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.