31.1.2007 | 14:44
Íþróttir?
Ég get ekki sagst hafa fylgst mikið með HM í handbolta, nema í gegnum vini mína á Íslandi. Alltaf þegar maður hringir heim þá eru allir ægilega kátir eða þá hundfúlir og maður er ekki alveg með á nótunum.
Hérna kalla menn handbolta European Handball. Hvorki hefur heyrst hósti né stuna um þessa keppni í einum einasta fjölmiðli. Hins vegar er ekki þverfótað fyrir krikket kúlum hérna þessa stundina sem tröllríða allri íþrótta umræðu. Ef það er ekki krikket þá er það Rugby eða tennis eða þaðan af verra.
Svei mér þá, það verður bara gott að flytja heim aftur þó ekki væri nema bara til að losna undan þessu Rugby-krikket-tennis-sund umræðu allri. Er ég þá ekki að mæla með handbolta, síður en svo.
Hvað var þetta með strokufangana á Akureyri sem ég sá á mbl.is? Langaði greyjunum ekki bara að sjá leikinn við Dani í handboltanum?
Um bloggið
Hafsteinn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bíddu nú við. Ert þú ekki að mæla með handbolta? Varst þú ekki aðal handboltastjarnan á Skaganum hérna í denn?
Sorrý, ein af aðalhandboltahetjunum.....maður má ekki gleyma eiginmanninum;o)
Heiðrún Hámundardóttir, 31.1.2007 kl. 16:25
Við félagarnir vorum eitt mesta handbolta-þjálfarateymi sem komið hefur fram á Íslandi. Náði mér síðan í einn liðsmanninn og hef haldið í hann síðan. Það má segja að maður hafi legið á liði sínu!!!
Ég get því ekki sagt annað en "Handboltinn rúlar"
Hafsteinn Gunnarsson, 1.2.2007 kl. 00:26
Haddi eru sauðirnir ennþá að spila krikketleikin á túninu þarna rétt hjá þér? Ef svo er í guðs bænum farðu og segu þeim að hætta þessari vitleysu,þeir byrjuðu þegar ég var þarna úti hjá þér,maður lifandi hvað sumir geta verið þolinmóðir
Heimir (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 22:25
Já elsku mágur... að gefinni reynslu er eins gott að vera á tánum þegar að Rósin fer að fara í keppnisferðirnar í framtíðinni
Þóra Jónsdóttir (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 09:33
Hún fær ekki að fara í keppnisferðir
Hafsteinn Gunnarsson, 2.2.2007 kl. 12:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.