9.2.2007 | 10:54
Ferð á flugvöllinn í Adelaide
Lenti í ótrúlegum ævintýrum í gær. Var á leiðinni á flugvöllin í Adelaide að sækja Kristínu, starfsfélaga minn sem var að koma frá Íslandi. Á leiðinni stoppa ég á rauðu ljósi, sem er kannski ekki í frásögur færandi. En allavega, þarna sit ég og bíð og heyri þenna líka svakalega smell og lít í spegilinn. Sé ég þar bifreið, nema hún var í lausu lofti og snérist heilan hring og lenti á toppnum með brkai og brestum. Ég auðvitað stökk út úr bílnum og fer að huga að málum. Þarna situr stúlka í hinum bílnum organdi og gargandi í algjöru sjokki, á meðan kemur hin steplan skríðandi út úr bílnum sem hvoldi. Ég auðvita ð huggaði þessa stúlku sem var í algjöru móðursýkiskasti og hóf svo að huga að hinni dömunni. Allt fór þetta nú vel og engin alverleg meiðsl, sem var alveg ótrúlegt miðað við hversu mikið skemmtir bílarnir voru. Hringdi á gæsluna og lét mig siðan hverfa þegar allt var komið í röð og reglu.
Er ég nú loksins mættur á flugvöllinn og stend þarna í þvögunni og bíð eftir að Kristín komi. Þar til hliðar situr hellingur af fólki sem einnig er að bíða og sötrar kaffi. Stígur ekki einhver kerlingarbeygla út úr þvögunni og byrjar að klappa saman lófunum, hátt og snjallt með miklum smellum. Stekkur þá ekki eitthvað manngrey þarna af kaffihúsinu og kemur hlaupandi til kerlingarinnar!!! - "Komdu hérna snati".
Um bloggið
Hafsteinn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það væri nú munur ef maður gæti tamið þig svona vel!
Eiginkonan (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 11:03
Ja hérna það var eins gott að bílinn flaug ekki á þinn bíl.
En varðandi Snata litla,þá eru svona hundar hálf leiðinlegir í mannslíki ég vil nú heldur hafa þá svolítið freka og ákveðna þá er svo gaman að kljást við þá.
mamma (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 12:34
Mamma þó...Þú virðist tala af langri og biturri reynslu þegar þú segir að þeir séu leiðinlegir í mannslíki. Eru þetta skilaboð til einhvers?
Lúlli (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 17:53
Þetta hefur verið heilmikil lífsreynsla fyrir þig að vera fyrsti maður á vettvangi. Ekki amalegt að "þora úr bílnum til að gera eitthvað" í svona slysi.
Tek nú undir það að það væri gaman að geta kallað á einhvern á þennan hátt en það er örugglega leiðinlegt til lengdar.
Helgaatla (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 23:36
Ég segi nú bara Lúlli þó,,ég var með hana Tress okkar í 12 ár og svo er ég búin að kljást við hann Gunna minn í 38 ár .Það var voða notalegt að hafa svona "Snata" sem fór með manni hvert sem er og hvenær sem er og maður gat stjórnað að vild sérstaklega þegar maður getur nú alls ekki stjórnað sínum karli en akkúrt svona vil ég nú hafa minn mann en hann má nú alls ekki vita af því þá færir hann sig bara ofar á skaftið. Hafsteinn minn svona erum við orðin rugluð hér upp á Fróni þú verður að fara að koma heim og fylgjast með okkur.
Rósa Kristín Albertsdóttir (IP-tala skráð) 10.2.2007 kl. 00:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.