12.2.2007 | 11:13
Líf og fjör í Hahndorf
Mikið óskaplega leið dömunnni í næsta herbergi vel í fyrrakvöld. Þau voru greinilega þarna saman tvö, því hún öskraði nafnið hans reglulega af mikilli ástríðu. Hann hét Tom. Einnig ákallaði hún drottinn regulega (ó mæ god) og stundi svo hressilega á eftir. Þetta stóð yfir hjá þeim í dágóða stund með mikllum látum en að lokum endaði þetta með miklu gargi. Tom var ekki eins heppinn í gær. Eina sem kom frá honum voru langar og þungar hrotur.
.........
í fyrramálið legg ég af stað til Auckland á Nýja Sjálandi og held þaðan til Christchurch. Þar sem allur minn fatnaður var orðin óhrein þá fór ég í morgunn og spjallaði við dömurnar hérna á mótelinu og fékk þær til að þvo fyrir mig. Þegar ég kom heim eftir vinnu voru fötin hrein og fín hérna inni á herbergi. EN.. það var ekki búið að strauja neitt. Mamma straujaði alltaf fyrir mig. Er núna að basla í að gera þetta klárt fyrir morgundaginn. Býð svo spenntur eftir að hitta dömurnar mínar um á fimmtudaginn.
Um bloggið
Hafsteinn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já Hafsteinn minn, ef þú bara kemur með fötin til mín þá skal nú ekki standa á mér að ganga vel frá þeim. En helvíti að fá ekki svefnfrið ,en svona er þetta .
ALLIR ERU AÐ GERA ÞAÐ,ALLIR ERU AÐ GERA ÞAÐ ALLIR ERU AÐ GERA ÞAÐ GOOOTT
NEMA ÉG ER EKKI TEXTINN EITTHVAÐ Á ÞESSA LEIÐ.
Sofðu bara vel elsku vinur.
Kveðja Mamma
Rósa Kristín Albertsdóttir (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 00:09
Það er nú meira hvað þetta trúaða lið þarf að hafa hátt!!!! Bara enginn svefnfriður!!
Það hefur sem sagt ekki verið neitt brot í buxunum í þetta skiptið!! ;o)
Heiðrún Hámundardóttir, 13.2.2007 kl. 10:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.