Kveðja til Óla Tedda

Mig langar, í nokkrum orðum,  að minnast Óla Tedda í Skagaver sem lést um helgina.

Óli varð einn af mínum fyrstu yfirmönnum þegar ég réð mig í vinnu sem sendill í Skagaver 17 ára gamall. Mér fannst virkilega skemmtilegt að vinna í Skagaver á þessum tíma, mikið af góðu og líflegu fólki og átti Óli stóran þátt í því. Hann smitaði út frá sér með miklum krafti og vinnusemi en síðast en ekki síst með góða skapinu. Hann var alltaf í góðu skapi, alltaf brosandi og gat alltaf séð broslegu hliðina á málunum. Það var sko stutt í húmorinn. Þannig á þetta einmitt að vera, maður verður að njóta lífisins og hafa gaman á meðan maður er hérna því þetta er búið áður en maður veit af.

Góða ferð og takk fyrir að fá að kynnast þér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ, mér var bent á að hér væri kveðja til pabba og vil ég þakka kærlega fyrir hana.

Bestu kveðjur til Ástralíu,

Ragnhildur Ólafsdóttir

Ragnhildur Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hafsteinn

Höfundur

Hafsteinn Gunnarsson
Hafsteinn Gunnarsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband