Enski

Þó við í Ástralíu séum um það bil einum degi á undan ykkur á Íslandi þá erum við eiginlega einum degi á eftir ykkur hvað varðar enska boltann. Leikirnir fara fram seint um kvöld eða að nóttu til og erfitt að halda sér vakandi til að geta fylgst með. Því fær maður úrslitin ekki fyrr en daginn eftir.

 Ég hef nú aldrei verið mikill aðdáandi Man Utd. Ég verð þó að lýsa yfir ánægju minni með að þeir hafi unnuið Liverpool í gær. Eg vona að þeim takist að halda forystunni í deildinni til enda tímabilsins þar sem mér er enn verr við Chelzki en Man Utd.

Ferguson hefur einnig byggt upp skemmtilegt lið og á það skilið að vinna titilinn þetta árið þar sem þeir leika bæði skemmtilegasta og besta boltann í deildinni nú um stundir. Þrátt fyrir að hafa aðgang að  óendalegum sjóðum hefur Jose ekki tekist að búa til lið sem spilar skemmtilegan fótbolta. En því er ekki að neita að hann hefur verið árangursríkur.

Við Arsenal menn erum nokkuð ánægðir með okkar lið þessa stundina, þó við gætum sýnt meiri stöðugleika. Arsenal hefur alltaf spilað skemmtilegan fótbolta undir stjórn Wenger og er það vel.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hefur alltaf verið mikill United aðdáendi og uppáhaldsleikmaður þinn er Alexa.... Poporski ekki satt?

Heimir (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 13:23

2 identicon

Man United eru ekki að spila skemmtilegan bolta um þessar mundir. Síðustu 3 leikir hafa verið hræðilegir en samt hafa þeir unnist. Það segir manni eitthvað.

Lúlli (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 15:20

3 identicon

Hvaða fótboltaraus er þetta endalaust?  Ertu ekki í Ástralíu, er hvergi skjól fyrir þessum fjanda?  

Aldís (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hafsteinn

Höfundur

Hafsteinn Gunnarsson
Hafsteinn Gunnarsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband