10.3.2007 | 09:01
Heimsókn
Í morgun mættu tengdaforeldrar mínir í heimsókn. Krakkarnir höfðu ekki hugmynd um að þau væru að mæta á svæðið og urðu ekki lítið hissa að sjá þau, voru alveg í losti. Jón Gunnar þakkaði mér fyrir að gefa sér svona skemmtilegt surprise!!
Þau voru auðvitað hlaðinn góssi; Harðfiskur, súkkulaði, Opal, lakkrís, DVD diskar ofl. - sumt frá ömmu Rósu og afa Gunnar ( takk fyrir okkur )
Ferðin gekk nokkuð vel, að þeirra sögn. Tengda-faðir minn týndist reyndar á flugvellinum í London. Hann reyndi að hringja í Emmý sína en hún svaraði ekki. Hann dó þó ekki ráðalaus, hringdi í Þóru dóttur sína og bað hana að reyna, með von um að hún myndi frekar svara henni heldur en sér!!! Hann fannst þó um síðir.
Voru þau glöð og ánægð að vera mætt í hitann hér down under enda hátt í 30° í dag.
Tengda-pabbi var þó dálítið þreyttur, eins og gengur og gerist þegar menn eru búnir að ferðast yfir hnöttinn endilangan. Lagði hann sig því upp úr hádegi og svaf vel og lengi. Þegar hann var vakinn tjáði hann okkur að það væri ekki alveg eins heitt í "dag" eins og í "gær" !!! Maður getur nú ruglast, sérstaklega svona fyrstu dagana. Óhætt að segja að það séu spennandi dagar framundan og hef ég á tilfinningunni að ég hafi frá nógu að segja næstu vikurnar.
Um bloggið
Hafsteinn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jæja , mikið er gaman að heyra að allt gekk vel hjá Emmy
og Nonna . Ég hefði viljað sjá svipinn á börnunum þegar þau
mættu á svæðið. Hafið það svo bara gott og skemmtið ykkur vel
Amma er voða glöð að vita af ömmu og afa hjá ykkur,vildi gjarnan vera líka komin á svæðið. Kveðja frá ömmu Rósu
Rósa Kristín Albertsdóttir (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 10:28
Það eru komnar myndir á barnaland.is, kíktu.
Hafsteinn Gunnarsson, 10.3.2007 kl. 13:30
Ha ha ha ha. Here we go. Get ekki beðið eftir að heyra af frekari afrekum hjá tengdaforeldrum þínum. Myndirnar á barnalandi eru æðislegar.
Þóra Jónsdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 09:04
Gaman að sjá Herra Hissa. Maður sér nánast niður í maga á drengnum.
Lúlli (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 16:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.