14.3.2007 | 11:04
Ferðasögur
Það kom upp úr krafsinu að þrátt fyrir mikið ferða-stress áður en lagt var í langferðina til Ástralíu, þá tókst Nonna nú að sofna áður en vélin fór í loftið frá Singapore til Brisbane. Þegar borinn var fram matur hristi Emmý sinn mann svo hann fengi nú að borða. Fannst henni hann frekar skrýtinn á svipinn og spyr:" Veistu hvar þú ert?"......."Ég held ég sé í flugvél!" svaraði hann um hæl, alltaf snöggur að átta sig. "Hvað ertu að gera í flugvél?" spyr Emmý. Þá var nú fátt um svör. Eftir dúk og disk svarði kappinn: "Veistu, ég hef bara ekki hugmynd um það!!!!"
.......
Það hefur gengið nokkuð vel hjá þeim að snúa við sólahringnum, sennilega er Nonni kominn lengra núna en þegar þau komu hér síðast. Hann er að vakna á bilinu 5:00 til 6:00, sem er nokkuð gott.
Þrátt fyrir góðan árangur í tímaviðsnúningi þá hafa vissulega verið undantekningar. Ég þurfti að bregða mér til Melbourne á mánudagsmorguninn og vaknaði 4:10, þar sem flugið var snemma. Var ég að sansa mér morgun-mat í rólegheitunum þegar hann stendur allt í einu BEINT fyrir aftan mig "Góðan daginn". Ég hélt hann myndi drepa mig, mér brá svo hrikalega.
Annars gengur þetta allt saman vel, þrátt fyrir ferlega hitabylgju fyrstu dagana, hátt í 40°.
Um bloggið
Hafsteinn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alltaf jafn gaman að fá sögustund frá Ástralíu. Skemmtið ykkur vel og njótið lífsins. Það er nú alltaf ógeðslega gott að vera í góðum hita og ég tala nú ekki um að fá góðu svalandi drykkina með frosnu vínberjunum í síðdegisstund á svölunum. Ástarkveðja til allra
Amma Rósa
Rósa Kristín Albertsdóttir (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 12:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.