15.3.2007 | 12:33
Sorry gamli gráni
Það eru skrýtin kvennaráð.
Ég er búin að berjast í því í bráðum 20 ár ( síðan ég var 5 ára ) að verða eins gráhærður og afi Albert var. Það er núna fyrst sem ég er farinn að sjá einhvern árangur.
Í dag fór ástkær eiginkona mín í klippingu og því sem fylgir þeirri athöfn, að kvenna sið. Einhvern veginn tekur þetta alltaf lengri tíma en þegar ég læt skerða mitt fagra hár, en svo sem ekkert út á það að setja, þetta tók ekki nema 3 klukkutíma og 15 mínútur!!!
Og þá var það niðurstaðan. Eftir að hafa setið þarna hálfan vinnudag og eytt 12.000 krónum sem by the way þykir glæpur hér í Ástralíu, var loksins komin niðurstaða:
Gráhærð, alveg nákvæmlega eins og Afi !!
Um bloggið
Hafsteinn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað er í gangi þarna hjá ykkur, ég er í hinu mesta basli með gráu hárin mín,þarf að mæta reglulega á hárgreiðslustofuna til hennar Dóru minnar sem reynir að halda aftur af þessum blessuðu grá hárum sem eru kannski bara eftir allt flott og komin í tísku. En hvað með þetta verð hjá ykkur á hárgreiðslustofunni, þetta er miklu dýrara en hér heima en tekur reyndar lengri tíma.
Kveðja mamma
Rósa Kristín Albertsdóttir (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 01:15
Greiið Krissý, þetta hefur örugglega ekki verið það sem hún vildi?
Kveðja í sumarið,
Helga í flutningshug...
Helga Atlad. (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 11:19
hehehe...ef það er eitthvað til í þessu þá vil ég fá mynd.
Lúlli (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 11:31
Viltu gjöra svo vel og setja inn mynd af dýrinu. Svo að við getum séð líka.Þú tjáðir þig ekkert um hvort að þér þætti þetta hot eða ekki... Hefur þú einhverntíman fengið spegla-stripp frá gráhærðri???????????.......... Ef ekki, myndi ég nú bara skreppa út í búð og fjárfesta í nokkrum hvítvínsflöskum
Þóra Jónsdóttir (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 11:33
Var of seinn að ná mynd, hún fór í dag í endur-litun.
Hafsteinn Gunnarsson, 16.3.2007 kl. 11:49
NEIIIIIIII!!!!!!
Lúðvík Gunnarsson, 16.3.2007 kl. 13:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.