I am sooooo sorry!!!!!

Fórum í dag að ná í myndavélina okkar í viðgerð.

Eftir að hafa endurheimt vélinna var haldið sem leið liggur í miðbæ Brisbane og fengið sér kássu að hætti Íra, enda St-Patricks-Day í hávegum hafður hér, sem annars staðar. Kássunni var skolað niður með enn betri veitingum, í tilefni dagsins. 

Er kominn var tími til að halda heim þurfti hluti hópsins að bregða sér á klósettið. Við tengda-pabbi fórum  af stað, en fundum ekkert nema klósett fyrir fatlaða. Við ákváðum að misnota aðstöðu okkar ( það má nú deila um það ) og sendi ég Nonna inn. Samið var um að ég myndi standa vakt fyrir vin minn og hann myndi endur-gjalda greiðann. Þessi fötluðu klósett eru orðinn svo menntuð, með sjálf-virkum læsingum osfrv. og erfitt að átta sig á því hvort dyrnar séu læstar eða opnar. 

Ég ákvað að tengda-pabbi færi fyrst og ég skildi vakta dyrnar( maður stendur nú með vinum sínum ). Allt gekk þetta nú vel hjá Nonna og komið var að mér að sinna mínum  þörfum. Settist ég á dolluna og hóftst handa. Framan af var ég nokkuð sáttur við árangurinn og nokkuð stolltur af mínu framlagi. En skyndilega opnast dyrnar að klósettinu!!!! Stendur ekki eitthvað mann grey þarna við dyrnar og afsakar sig í bak og fyrir. Þar sem ég hafði ekki lokið mér af stend ég upp, loka og læsi hurðinni, eitthvað sem ég hafði greinilega gleymt í fyrra skiptið.

Er ég kom út af klósettinu var mann greyið sem réðst inn á mig horfinn á brott en sá sem átti að passa upp á að engin myndi vaða inn á mig stóð stolltur fyrir utan dyrnar og tjáði mér að hann hefði fundið bómullar-bol sem kostaði ekki nema 300 kall. Maður selur nú ekki vina sína fyrir minna!!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiðrún Hámundardóttir

Ha, ha, ha...þetta bjargaði deginum!!!

Heiðrún Hámundardóttir, 18.3.2007 kl. 18:06

2 identicon

Bíð spennt eftir fleiri sögum af heiðurshjónunum í Ástralíu.  Þetta er að verða spennandi.

Bið að heilsa

Aldís (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 19:35

3 identicon

Það er mjög skemmtilegt að lesa bloggið þitt Hafsteinn, þú ert góður penni. Munur líka að hafa svona tengdapabba til að krydda "frásagnirnar", hehe.....

 Bið að heilsa nýstípuðu frúnni

Kv.Helga

Helga Atlad. (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hafsteinn

Höfundur

Hafsteinn Gunnarsson
Hafsteinn Gunnarsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband