Skál

Okkur hjónakornunum var boðið í fertugsafmæli á sunnudaginn. Þar sem við erum með barnapíur í heimsókn gátum við loksins brugðið okkur af bæ. 

Veislan var haldin á Sirromet vínekrunni sem er hér í nágrenninu. Reyndar hitti svo á að Albert var að keppa á sama tíma þannig að ég skutlaði Krissý í afmælið og fór með drenginn í boltann.

Eftir leik skutlaði ég honum heim og keyrði svo sem leið lá í afmælið. Er ég mætti á svæðið sé ég að mín ekta kona var komin nokkuð vel í glas ( hí, hí, hí, hvað segiru elskan )  og skemmti sér konunglega. Við þær aðstæður á hún það til að vera andsetin af Bibbu á Brávallagötunni.

Er ég mætti á svæðið hópast í kringum mig furðulostnir Ástralir og spyrja mig hvort það sé rétt að við á Íslandi borðum eistu úr hestum. Ég lít á Krissý og sé að hún horfir stolt á mig, enda búin að mennta heimsku útlendingana um ágæti okkar Íslendinga.

Ég tjá nú fólkinu að það sé ekki rétt, við borðum nú ekki eistu úr hestum. Sé ég þá hvar Krissý horfir á mig, eitt spurningarmerki;

"Hvað meinarðu, við borðum víst hrossapunga ( hick)".  

"Nei Krissý mín, við borðum HRÚTSPUNGA.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú með betra ..

Siggi (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 16:12

2 identicon

Þetta slær nánast Þossabjúgu-söguna mína út!

Hils Búddi 

Búddi (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 16:36

3 Smámynd: Heiðrún Hámundardóttir

Heiðrún Hámundardóttir, 21.3.2007 kl. 18:06

4 Smámynd: Lúðvík Gunnarsson

Ég sé þetta svo fyrir mér. Atburðarás sem þessi hefur oft áður átt sér stað hjá hjónunum á Helena-Street.

Lúðvík Gunnarsson, 21.3.2007 kl. 18:22

5 identicon

hahahahahahahahahahahah Systir mín á hvítvíni.........................Lykill á gott glens.

Þóra Jónsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 23:21

6 identicon

Hahahahahahahahha   Nú þekki ég mína.  Rjóð í vöngum  og farin að brosa sínu mjúka brosi.  Bara gaman en stundum smá pínlegt......þegar hún talar. 

Hhahahahahahhaahahha

(En af einhverjum ástæðum hætti ég að taka eftir því þegar ég drekk rósavín  )

Aldís (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 11:51

7 identicon

hehehehehe þetta er frábært.......ég á eftir að hlæja af þessu lengi

Anna Elín (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 20:26

8 identicon

Þetta er nú bara ein besta sanna saga sem ég hef lesið lengi. Ég skil bara ekkert í þér Haddi að vera að leiðrétta þetta hjá henni Krissý. Hver veit nema hún hafi étið hrossapunga einhverntíma þegar þú varst ekki viðstaddur!!!

kveðja í kotið

Helga Atladóttir (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 22:14

9 identicon

Hrútspungar - Hrossapungar hver er munirinn þegar maður er kominn aðeins í glas?

Kristleifur (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 07:41

10 Smámynd: Hafsteinn Gunnarsson

Hrossapungar...hún er bara svo góðu vön.......

Hafsteinn Gunnarsson, 24.3.2007 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hafsteinn

Höfundur

Hafsteinn Gunnarsson
Hafsteinn Gunnarsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband