Home alone

Dagurinn var tekinn snemma, enda leikur hjá Albert og mæting klukkan 9:00.

Leikurinn gekk vel og endaði með sigri 3-1 sigri okkar manna, mjög verðskuldað.

Eftir leik var ákveðið að ganga niður á Wellington Point, fá okkur eitthvað í svanginn og leika sér aðeins.  Það tekur ca. 30 mínútur að ganga niður á Pointinn, undir röskri stjórn tengdamömmu.

Við Albert ákváðum að hjóla einn stóran hring og hitta svo hópinn á leiðinni.  Rétt áður en við komum á Pointinn náum við í rassgatið á þeim. Krissý spyr þá "Hvar er Jón Gunnar?" Ég svara að ég hafi ekki séð hann á leiðinni. "Hvað meinar'ðu var hann ekki með ykkur" Nei sagði ég hann ætlaði aldrei með okkur.

Sný ég þá við og hjóla eins hratt og druslan dregur heim á leið. Fór ég nú nokkuð hratt, Lance Armstrong hefði verið stolltur af yfirferðinni hjá mér.

Er ég kem heim stendur Jón Gunnar fyrir utan með nágrannanum og átti svolítið bágt. Ég þakkaði granna fyrir og svo hjóluð við félagarnir af stað til baka. Ég spurði hvað hann hefði sagt við nágrannann. Ég sagði bara My mom and dad, and my brother, went to the Point and just left me behind. Og hvað sagði nágranninn þá spyr ég. "Why did they leave you behind?" Ég sagði bara "I don't know".

Er við loksins hittum restina af fjölskyldunni sagði hann við mömmum sína: "Þú hugsar bara ekkert um mig"

Frekar sár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hey Haddi  !  You have to count the kids when you have so many.......or drink a little bit less  I know our parents in law take a lot of attention. BUT COME ONE!!!!  Hope to see you this summer. Chears my  friend.

Machiel van den Berg (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 23:55

2 identicon

Hvað er að gerast með ykkur?  Barnið er greinilega í algjöru reiðuleysi.  Skilið eftir eitt á víðavangi, ekki nema vona að drengurinn fletti sér upp brjóstum á netinu til að hugga sig við!!!

Aldís (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 21:23

3 identicon

Ja hérna og ég sem var nú orðin algjörlega áhyggulaus  með annað gamla settið á staðnum,hvað er í gangi. Þessi yndislegi drengur minn er svo rólegur í tíðinni að það er nú eins gott að fylgjast vel með honum allsstaðar bæði heima og heiman því hann getur alveg gleymt sér ef hann er eitthvað að spá og  spegulera .  Please 

Kveðja amma Rósa 

Rósa Kristín Albertsdóttir (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hafsteinn

Höfundur

Hafsteinn Gunnarsson
Hafsteinn Gunnarsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband