Tjald eða tjald

Erum búin að eiga yndislegan dag hérna í Sydney, borgarstæðið hreint stórkostlegt og borgin sú fallegasta sem ég hef komið til.

Í morgun fengum við okkur morgunverð niður við bryggju með útsýni yfir Óperuhúsið og Sydney Harbor Bridge, sem er einmitt 75 ára í ár.

Eitthvað kom það upp í samræðunum við morgunverðar-borðið að ég hefði aldrei skotið af byssu.  Tengdapabbi tjáði okkur að það hefði hann heldur ekki gert en hann hefði einu sinni farið með félaga sínum á gæsaveiðar. Þegar engar gæsir sáust fór þessi félagi hans að skjóta á Tjald og fleira, eitthvað sem tengdapabba líkaði ekki við. Spyr þá Krissý: "Ha fór hann að skjóta á tjald?" Ég áttaði mig strax á því hvað mín yndislega eiginkona var að misskilja og sprakk úr hlátri. Krissý horfði á mig furðu lostinn en eftir skamma stund svaraði hún, "Já... þú meinar fuglinn"!!!

 

Kveðja frá Sydney. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú ekki skrítið að misskilja svona,hvað veit maður hvað þessum skotveiðimönnum dettur í hug. Á ekkert að leyfa manni að fylgjast með þessum ljúfu dögum hjá ykkur? Hvað er í gangi ?  Engar myndir og litlar fréttir .

Kveja mamma 

Rósa Kristín Albertsdóttir (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hafsteinn

Höfundur

Hafsteinn Gunnarsson
Hafsteinn Gunnarsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband