Baslið

Nú er baslið byrjað við að undirbúa heimferðina. Það er að mörgu að huga, selja bílinn, segja upp leigunni, flytja lífeyrissjóðinn, skrá drengina úr skólanum osfrv. 

Annars erum við nú svo heppinn að við þurfum ekkert að hugsa um flutninginn sjálfan, fáum bara menn á svæðið sem sjá um þetta frá A til Ö ( eða A til Z hérna í Ástralíu ).

Við munum auðvitað ekki fá húsgögnin okkar fyrr en í ágúst þannig að við verðum að treysta á mömmu og pabba með húsnæði fram að því, vonandi hleypa þau okkur inn.

... 

 Jón Gunnar átti enn eitt gullkornið um daginn er hann spurði mömmu sína hvaða dagur væri í dag. Mamma hans sagði honum að það væri mánudagur. "Ég er ekki að meina það, ég er að meina svona........ þú veist, 1. apríl og svoleiðis" Mamma sagði honum að í gær hafi verið 1. apríl og spurði síðan hvað hann héldi að væri þá í dag. mmmmmhh "Næsti apríl"!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú getur treyst 100% á okkur, við erum með opið hús og bíðum bara ,það verður ÓGEÐSLEGA GAMAN eins og við Skagamenn segjum svo oft, í sumar. Við Gunni byrjum í sumarfríi rétt eftir að þið komið heim svo það verður hægt að gera ýmislegt skemmtilegt. kv. mamma

Rósa Kristín Albertsdóttir (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 17:51

2 identicon

Jón Gunnar klikkar nú ekki á skemmtilegum tilsvörum ,hann er nú ekki líkur ömmu sinni fyrir ekki neitt . Spurningin er bara hvaða ömmu.?????'

Rósa Kristín Albertsdóttir (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 17:55

3 identicon

Og hvenær er svo þessi heimför áætluð?

Kveðja Aldís

Aldís (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 22:35

4 identicon

 

 Þetta er bara snilld ! eins og við var að búast af honum þessari elsku ! hlökkum til  að fá ykkur heim kveðja Silja og co..

Silja Allansdóttir (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 10:14

5 identicon

Alveg kostulegur hann Jón Gunnar, reddar sér þessi drengur, það er ekki spurning. ÉG get nú alveg tekið undir það að það er ekki það minnsta að flytja, þó ekki sé minnst á svona svakalegt ferðalag á milli álfanna. Gangi ykkur vel og hlakka til að sjá ykkur. Kveðja Helga

Helga Atlad. (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hafsteinn

Höfundur

Hafsteinn Gunnarsson
Hafsteinn Gunnarsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband