19.4.2007 | 11:17
Héðan og þaðan
Í kvöld fórum við á þýskan veitingastað hérna upp á horni og fengum okkur Vínar-Snitzel. Þetta bragðaðist alveg sérdælis vel. Strákarnir fengu sér Frankfurter pylsur og tómatsósu.
Nú er búið að ákveða að fljúga áleiðis til Íslands þann 29. maí. Planið er að stoppa í Thaílandi í eina viku, skella sér á ströndina og hafa það gott.
Annars er ekkert því til fyrirstöðu að hafa það huggulegt fram eftir sumri, maður er að hætta að vinna hjá Marel Ástralíu og ekki búinn að ráða sig í vinnu annars staðar.
Tengdaforeldrar mínir munu halda heim á leið á mánudaginn og vinir okkar hérna hafa planað skemmtanir og kveðju-partý nánast hverja helgi fram að brottför.
Annars er ég bókaður nánast hvern einasta dag þar til ég fer í flug þannig að það er nóg að gera, sem er nú gott.
Jón Gunnar var rétt í þessu að kalla og segja að "fanurinn" minn virkar ekki. (íslensk þýðing= viftan mín virkar ekki ) Enskur oðraforði er mun meiri en sá íslenski.
..
Nú fer að styttast í að knattspyrnu-vertíðin fari af stað á Klakanum, áfram Skagamenn!!!
..
Einhverra hluta vegna duttu blogg-vinir mínir út. Ég mun bæta úr því á næstu dögum.
Um bloggið
Hafsteinn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fannst anda eitthvað köldu á þig í bloggheimum.
Gott að vita af ykkur á heimleið og umvafin vinum
Knús á línuna
Aldís (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 15:25
Ich habe nicht gemacht, aber Ich mache urlaup gemorgen.
Lúðvík Gunnarsson, 20.4.2007 kl. 17:07
Þar sem við vinirnir erum ekki búnir að ráða okkur í vinnu eigum við þá ekki bara að spila golf saman í sumar og reyna að ná forgjöfinni eitthvað niður?
Heimir (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 20:29
Það er ekki spurning, og eyða svo einhverjum tíma á 19. holunni
Hafsteinn Gunnarsson, 20.4.2007 kl. 21:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.