26.4.2007 | 22:08
Kveðjuveislur
Frekar hefur verið rólegt yfir skrifum mínum undanfarið enda mikið að gera en ég ætla að reyna að vakna úr dvalanum.
Tengdaforledrar mínir lögðu af stað heim á leið sl. mánudagskvöld og mér skilst að þau séu kominn heim. Ég verð alltaf jafn hissa!!
Knattspyrnuvertíðin er hafin hjá Albert og nokkrum leikjum lokið, sem allir hafa unnist fyrir utan eitt jafntefli. Þjálfarinn vildi hafa hann áfram út tímabilið og sagði að ef hann færi fyrr þá þyrftum við að borga "leaving fee" sem væri dágóð upphæð.
Við mætum samviskusamlega á völlinn enda hin besta skemmtan. Um aðra helgi hefur svo verið blásið til veislu hjá liðinu þar sem allir pabbarnir fara í golf, byrjar klukkan 08:00, og mömmurnar gera eitthvað sem þeim finnst skemmtilegt. Síðan hittist allt liðið og haldin verður grillveisla. Allt í allt eru þetta hátt í 40 manns.
Það má svo eiginlega segja að allar helgar fram að brottför séu uppteknar í kveðjupartýum hingað og þangað þannig að það er í nógu að snúast.
Um bloggið
Hafsteinn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Geturðu ekki bara sótt strákinn seinna?
Hvernig væri svo að koma við í Danmörku á leiðinni heim, það er allavegana nóg af fólki til að heimsækja.
Kristleifur (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 22:19
Það verða ekki færri velkomin heim partýin þegar þið lendið á klakan.
Heimir (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 22:21
Já frá 17. ágúst og fram eftir vetri skal ég fagna heimkomu ykkar á hverjum degi sé þess óskað, með rassahristum og öllu tilheyrandi.
Hemme
Aldís (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 03:30
Líf og fjör
Hafsteinn Gunnarsson, 27.4.2007 kl. 10:23
Auðvitað komið þið við í Danmörku, ekki spurning! Hér er stanslaust partý og bjórinn og hvítvínið drýpur af trjánum...!
Svo verð ég nú að kommentera á þetta með fótboltaliðsveisluna...mér finnst það nú skína í gegn að mömmurnar verði bara heima með börnin...af því að þeim finnst það svo skemmtilegt.... Ekki koma krakkarnir með í golfið - er það? Híhí...
Hlökkum til að sjá ykkur í DK
Gunnþóra (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 11:59
Lassi...Við félagarnir sláum upp veislu loksins þegar þau koma á klakann. Virðist stefna í að það verði þó ekki fyrr en í haust.
Lúðvík Gunnarsson, 27.4.2007 kl. 12:58
Veit ekki hvað þið mömmurnar gerið í Danmörku en mér skilst að mömmurnar hérna séu að fara á vínekru ( er eitthvað af þeim þarna ) því hér bókstaflega drýpur vínið af trjánum !!!!!
Hafsteinn Gunnarsson, 27.4.2007 kl. 13:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.