Partý partý

Kveðjupartý Ástralíu 025Kveðjuveislur eru hafnar.

Það er virkilega gaman að því hvað við höfum kynnst mikið að fólki hérna og eignast mikið af góðum vinum, bæði tengt vinnunni og fyrir utan vinnuna.

Sá hópur sem við höfum kynnst fyrir utan vinnunna boðaði til veislu nú mum helgina.

Dagurinn var tekinn snemma, ég var sóttur klukkan 6:30 og við "strákarnir" fórum í golf. Það var virkilega góð skemmtan, sérstaklega þar sem hluti hópsins hafði ekki spilað golf áður. Mitt lið stóð uppi sem sigurvegari en það var ekki mitt framlag sem skipti þar sköpum.

"Stelpurnar" hittust um 10 leytið og fóru í hádegisverð með öllu tilheyrandi og létu sér líða vel. Á meðan var börnunum komið fyrir en um tvö leytið hittust bæði börn og fullorðnir hér hjá okkur á Helenu Stræti. Mættu rúmlega 40 manns og það var setið og spjallað og leikið sér. Að lokum vorum við  leyst út með gjöfum og tilheyrandi. Um 9 að kveldi var frábærum degi lokið. 

Það er ekki bara frábært veður, dásamlegar strandir, náttúra og fjölbreytt dýralíf sem gera þetta land eins dásamlegt og það er. Það er fyrst og fremst fólkið sem hér er sem gerir þetta land að því sem það er.

Á föstudaginn fór Krissý með vinum okkar frá Bulimba á Sirromet vínekruna þar sem setið var að snæðingi og skemmt sér fram eftir degi.

Um næstu helgi verður síðan kveðjupartý með vinnufélögunum haldið hér að Helenu Stræti. Líf og fjör.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hefur nú ekki klikkað í golfinu, þú ert bara alltaf svo lítillátur ,ljúfur og kátur Haddi minn. Þú hvílir þig vel hérna heima hjá mér eftir allt þetta partýstand .

Rósa Kristín Albertsdóttir (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 18:09

2 Smámynd: Egill Lárusson

Meira sukkið alltaf hreint!

Maður verðu gersamlega blá edrú um næstu helgi, ekki spööörning.

Egill Lárusson, 10.5.2007 kl. 12:40

3 identicon

ég ætla nú bara að biðja þig um að láta ekki renna af þér fyrr en þú kemur til íslands. Ég nenni ekki að hafa þig edrú hérna í Hollandi  Hvítvínið er klárt og við erum að telja niður...

Þóra Jónsdóttir (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hafsteinn

Höfundur

Hafsteinn Gunnarsson
Hafsteinn Gunnarsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband