11.5.2007 | 10:13
Stöndum saman Skagamenn
Á morgun hefst Íslandsmótið í Knattspyrnu, Landsbankadeild. Við Skagamenn höfum alltaf verið gríðarlega stoltir af því að vera Skagamenn og eitt okkar helsta stollt er knattspyrnuliðið okkar. Allt frá því 1951 ( mynd til hliðar ) höfum við verið bestir í boltanum á Klakanum og þótt víðar væri leitað.
Þrátt fyrir að hafa verið bestir hafa skipst á skyn og skúrir hvað varða árangur liðsins. Á komandi sumri reynir mikið á unga og efnilega leikmenn félagsins. Mér taldist til að 15 leikmenn liðsins hafa spilað undir 20 leiki í efstu deild.
Ég vil hvetja alla Skagamenn til að mæta á völlinn á morgunn og sýna þessum drengjum hvað við stöndum þétt við bakið á þeim í sumar og gerum Akranesvöll að óvinnandi virki. Það er ekki bara leikmannanna að standa sig í sumar, nú látum við ÖLL fyrir okkur finna.
Áfram Skagamenn.
Um bloggið
Hafsteinn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við gleymdum alveg að syngja ´Skagamenn, skagamenn skoruðu mörkin´ í gær. En ég stend við mitt og segi ´Áfram Valur!´
Egill Lárusson, 13.5.2007 kl. 01:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.