16.5.2007 | 03:05
Fasten your seat belts...
Var að taka saman þann tíma sem ég hef eytt um borð í flugvélum þau 3 ár sem við höfum verið hér-í Ástralíu. Veit einhver hvað maður þarf marga flugtíma til þess að fá flugmannsréttindi?
Svona lítur þetta út
Tímar í flugi: 673 klst.
Miðað við 8 tíma vinnudag eru þetta: 84.125 vinnudagar.
Miðað við 20 vinnudaga í mánuði eru þetta: 4 mánuðir og 4 dagar
Ofan á þetta bætist síðan biðtími og ferðir til og frá flugvöllum!!
Má bjóða þér í flugferð?
Um bloggið
Hafsteinn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svo mjálmar maður yfir fimm og hálfum tíma yfir Atlantshafið! Iss... Maður er orðinn sígrenjandi kanaandskoti. Annars þakka ég hamingjuóskir í minn garð varðandi útskriftina. Bestu kveðjur
Hjörtur Júlíus Hjartarson, 16.5.2007 kl. 14:46
Hæ elsku Hafsteinn, og enn eiga eftir að bætast nokkrir tímar í flugið á heimleiðinni.
Til hamingju með 35 ára afmælið elsku karlinn,við erum búin að vera að reyna á hringja bæði heim og í gemsann og það er slökkt á skypinu svo þið eruð greinilega ekki heima.Ástarkveðja frá mömmu og pabba
Rósa Kristín Albertsdóttir (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 00:43
Það er auðvitað ekki hægt að ná í þig frekar en fyrri daginn.
Til hamingju með daginn gamli.
Lúðvík Gunnarsson, 19.5.2007 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.