20.5.2007 | 11:55
Kallinn 35 og frúin 33 ( þó það sjáist ekki )
Við fjölskyldan áttum frábæra helgi á Stradbroke Island hér í nágrenni Brisbane. Fórum í bílferju ca 45 mín sigling ( góð Akraborgarstemning nema engin ælandi ) og gistum svo á þessu fína hóteli um helgina svona í tilefni afmæla okkar.
Við feðgarnir versluðum okkur veiðistöng, veiddum ( fengum 6 ) og lékum okkur í sjónum. Á kvöldin var síðan spilað veiðimann.
Hér er komin vetur og hitinn dottinn niður í 28 gráður. Hlökkum til að koma heim í sumarblíðuna!!
Um bloggið
Hafsteinn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með afmælin ykkar, það er alltaf gaman að eiga afmæli. Þið eruð dugleg að gera ykkur dagamun, það hefur verið góð stemming hjá ykkur í fríinu. Munið bara að spritta veiðistöngina svo hún megi koma til landsins. Njótið tímans sem eftir er, bestu kveðjur Helga
Helga Atlad. (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 09:12
Hjartans hamingjuóskir með afmælin ykkar!
Hér er að koma sumar og við rétt sligumst í 20 gráðurnar....
Þarf virkilega að spritta veiðistangir til þess að það megi taka þær með inn í landið???
Bestu kveðjur,
Heiðrún
Heiðrún Hámundar (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 07:58
Sæl og blessuð bæði tvö.
Mér varð hugsað til ykkar fyrir stuttu og ákvað að "googla" bóndann og rakst á þessa fínu síðu. Er búin að lesa um ævintýri ykkar sem andfætlingar og hafði gaman af. Ég er sjálfur að flytja til landsins í haust með börn og buru, eftir 6 ára dvöl í hinni marflötu Danmörku.
Það er gaman að vita að ykkur gangi allt í haginn, góða ferð heim. Við rekumst örugglega á hvort annað á förnum vegi einhversstaðar á klakanum.
Kveðjur.
Gummi Hrafn
Guðmundur Arngrímsson (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 21:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.