16.10.2007 | 20:28
Stemmning í gufunni
Jæja þá er ég komin aftur til Póllands, lenti í Varsjá en er búin að keyra nánast hringinn í kringum landið. Eftir að hafa eytt síðustu viku í Árósum, án þess að heimsækja Kristleif vin minn ( sorry mun pottþétt kíkja við næst ) var haldið til Póllands á mánudag.
Heimsótti viðskiptavin á þriðjudaginn og að því loknu var farið upp á hótel og unnið úr gögnum. Að loknum góðum degi skelltum við okkur í gufubað á hótelinu og erum við bara svona að spjalla um daginn og veginn. Arkar þá ekki inn myndar stúlka, berbrjósta, með eiginmann sinn í för!!
Maður er nú svo viðkvæmur fyrir öllu svona þannig að við litum nú bara undan og héldum áfram að spjalla eins og ekkert væri. Ég get nú ekki neitað að hafa gjóað augunum öðru hvoru, án þess að nokkur hafi tekið eftir ( líklegt ).
Þegar við komum út úr gufunni spurði ég félaga minn, sem er frá Póllandi, hvort þetta væri bara svona hérna. Nei svo væri nú ekki, hann var alveg jafn hissa og ég.
Eins og það sé nú ekki nógu heitt inni í þessum gufu-böðum þó ekki sé verið að bæta á það með svona fíflalátum!!
Um bloggið
Hafsteinn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað á það að þýða að heimsækja mann ekki! Ma, ma, ma maður bara veit ekki hvað maður á að halda.
Þú VERÐUR að hafa samband næst
Kristleifur (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 11:30
Jæja, ekki nóg með að koma við í borg óttans og láta ekki Kristleif vin þinn vita af því, þá sleppir þú alveg að hafa samband við okkur líka!!! Hvað er það...
Hils
B&co;
Búddi (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 10:55
Þetta er náttlea skandall, læt aldrei fréttast af svona framkomu aftur!!
Hafsteinn Gunnarsson, 22.10.2007 kl. 22:07
Ullarhattur!
Egill Lárusson, 25.10.2007 kl. 12:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.