Jólin okkar

Jólakveðja

Jæja þá er maður loksins orðin maður með mönnum og farin að blogga. Við sjáum til hvernig þetta gengur.

Við höfum haft það mjög gott hérna yfir jólin. Nutum aðfangadags í bongó blíðu, lékum okkur í lauginni og höfðum það náðugt. Ég "blés" svo inn jólin með jiddirídúunu hennar Silju, að frumbyggja sið, klukkan 18 hundruð. Drengirnir orðnir gríðarlega spenntir og fengu að opna einn pakka fyrir matinn.

Hérna í Ástralíu er hvorki hægt að fá hamborgarahrygg né rjúpu þannig að ráðist var í að grilla nautalund, gæða útflutningskjöt frá Oakey sem aðeins útvaldir ( og Japanir ) hafa aðgang að!! Í desert var boðið upp á heimalagaðan ís. Að sjálfsögðu voru gjafir rifnar upp með látum og þökkum við öllum kærlega fyrir okkur. Lúlli fékk flesta pakkana, eina 7 frá Guðrúnu sinni ( en gaf henni bara einn? )

Jón Gunnar hafði áhyggjur af því hversu fá pakka pabbi fékk, "Ef þú færð minna en sjö pakka þá skal ég fara með þér út í búð og kaupa fyrir þig nokkra". Það er gott að eiga góða að!!

Á Jóladag var aftur allt orðið fullt af pökkum undir jólatrénu. Hérna einhverstaðar býr náungi sem kallar sig Santa og hann kemur víst á Jóladagsmorgun og fyllir allt af gjöfum. Þetta vakti mikla lukku, sérstaklega hjá Rósu litlu sem svaf þetta allt af sér kvöldið áður. Albert fékk Krikett sett eins og sönnum Ástrala sæmir, hann er orðinn "true blue Aussie" gæti verið innfæddur drengurinn - Fair Dinkum

Síðustu tveimur dögum hefur verið eytt í veikindi og slen. Það var svo sem í lagi, himnarnir hafa grátið yfir þessu allan tíman. En í dag (28. des ) vöknuðu allir hressir og kátir og tilbúnir í slaginn. Nú hefst undirbúningur fyrir áramótapartýið.

Gleðilega hátíð

 

 

 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er lygi, þetta er lygi, þetta er lygi...........það er samt svolítið til í þessu.

Lúlli (IP-tala skráð) 28.12.2006 kl. 01:44

2 identicon

Gleðilega hátíð, það verður gaman að fylgjast með þessu bloggi. Það hefur verið upplifelsi að halda jólin aðeins öðruvísi en heima á Íslandi. Annars held ég að margir sem veiða ekki sjálfir hafi sleppt því að hafa rjúpu í ár þar sem verðið var 2-4 þús á stykkið! Þá er nú nautalund alveg príma tilbreyting enda ekki síðri veislumatur að mínu mati. Hafið það gott og góða skemmtun við að sprengja á áramótunum, vonum bara að pabbinn komi aftur niður með prikinu.... kveðja Helga í Coesfeld

Helga Atladóttir (IP-tala skráð) 28.12.2006 kl. 10:27

3 identicon

Hæ hæ , gaman að þú sért farinn að blogga....

bið að heilsa liðinu

bæjó Anna Elín

Anna Elín (IP-tala skráð) 29.12.2006 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hafsteinn

Höfundur

Hafsteinn Gunnarsson
Hafsteinn Gunnarsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband