Hvað er framundan?

Óska öllum gleðilegs nýs árs.

Árið 2006 var sérstaklega gott ár fyrir fjölskylduna í Brisbane. Litla daman dafnað vel og er sérstaklega skemmtileg, eins og mamma sín.

Okkur hefur öllum liðið mjög vel hérna í Brisbane, hér er alger paradís. En þetta ár verður viðburðaríkt. Stefnan hefur verið sett á Ísland og ætlum við að flytja heim í vor, 3 ár verða liðin í júlí síðan að ég byrjaði hjá Marel Australia. Drengjunum hlakkar mikið til að flytja heim enda mikið ævintýri að flytja, hvað þá á milli heimsálfa. Við erum öll mjög spennt að koma aftur heim, hlakkar til að eyða meiri tíma með fjölskyldum okkar.

Þeir vita það allir sem hafa reynt það að flytja á milli landa að fjölskyldan verður mjög samheldin, allir standa saman og treysta hvor á aðra og fjölskyldan eyðir miklum tíma saman, krakkarnir hlaupa ekki beint til vina sinna eftir skóla og um helgar. Allur frítími er fjölskyldutími. Það verður erfitt að viðhalda þessu þegar heim verður komið, en það verður allt gert til að svo verði.

En framundan eru skemmtilegir tímar og vonandi verður 2007 okkur eins gott og 2006 var. 

Til hamingju með afmælið mamma, hip hip húrra!!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ, gleðilegt ár frá flatlendinu í DK.

Búddi og co; 

Búddi (IP-tala skráð) 2.1.2007 kl. 12:53

2 identicon

Hæ hæ elskurnar, gleðilegt ár og takk fyrir öll gömlu

Það verður gaman að fá ykkur heim á landið góða...

Knús í kotið Anna Elín og Co.

Anna Elín (IP-tala skráð) 2.1.2007 kl. 13:53

3 identicon

Til hamingju með bloggið, nú ertu sko maður með mönnum !!!! ætla sko að fylgjast með, kveðja Anna Lilja Daníelsd.

Anna Lilja Daníelsdóttir (IP-tala skráð) 3.1.2007 kl. 03:05

4 identicon

   Sæll og blessaður Haddi minn og gleðilegt ár!  Mér lýst rosalega vel á að þið séuð að flytja heim í vor eins og við!  Þú getur nú aðeins leift okkur að fá að kíkja á krakkana og vera með í þessum fjölskyldufíling....eða hvað?  Knús og kossar  Maren.

Maren (IP-tala skráð) 3.1.2007 kl. 17:41

5 identicon

Gleðilegt ár kæri vinur,það verður virkilega gaman að fá ykkur heim.Bið að heilsa öllum,kveðja Heimir og fjölskylda.

Heimir Jónasson (IP-tala skráð) 4.1.2007 kl. 22:14

6 identicon

Gleðilegt ár og gangi ykkur vel að undirbúa flutninginn.  Kveðja í kotið, Helga Atladóttir

Helga (IP-tala skráð) 5.1.2007 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hafsteinn

Höfundur

Hafsteinn Gunnarsson
Hafsteinn Gunnarsson

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband