Knattspyrnan á Skaganum

Knattspyrnan hefur verið helsta merki okkar Skagamanna, allt frá því Gullaldarliðið kom okkur á kortið. Það er ekki ósanngjarnt að segja að knattspyrnan eigi stóran þátt í að móta það samfélag sem hefur þróast á Akranesi í gegnum árin. 

Ég hef auðvitað fylgst vel með því sem er að gerast í boltanum, þrátt fyrir að vera langt í burtu. Ég lýsi yfir ánægju minni með stöðu mála í dag. Ný stjórn hefur tekið til starfa, mjög öflugir aðilar sem eiga eftir að skila góðu starfi. Þessir menn munu ekki láta hagsmuni sína ganga fram yfir hagsmuni félagsins. Sjórnun knattspyrnufélags felst ekki eingöngu í því að ná árangri á vellinum. 

Nú hefur Gaui tekið við liðinu og ljóst að það mun verða Skagaliðinu til framdráttar, enda Gaui sigursælasti þjálfari Íslands frá upphafi, unnið stóra titla með þremur félögum, það geta ekki margir státað af slíkum árangri. Við Gaui unnum saman í boltanum fyrir nokkrum árum, síðast 1996 - 11 ár síðan ...tíminn líður hratt. Við Gaui erum góðir vinir en það skiptust á skin og skúrir í þá daga. Guðjón er rétti maðurinn til að byggja upp nýtt lið. Það mun taka tíma og hann verður Gaui að fá. 

Skipan þjálfaramála hjá yngri flokkunum er einnig til fyrirmyndar. Doddi stýrir því starfi og ef hann nær að koma örlítið af þeim metnaði og krafti sem hann býr yfir til skila þá þurfum við ekki að kvíða því að fá ekki góða leikmenn á næstu árum. Svo er Lúlli bróðir auðvitað að þjálfa og ekki hægt að fá samviskusamari mann í starfið. 

Það væri gaman að vera lítill gutti á Skaganum núna. Knattspyrnuhúsið sem nýlega var tekið í notkun er draumur í dós fyrir okkur fótboltaáhugamenn. Fyrr á árum gátum við æft á Langasandi og stóðum þar öðrum félögum framar hvað varðar aðstöðu til æfinga yfir vetrartíman og á vorin en nú var svo komið að við vorum að dragast aftur úr. Úr því hefur verið bætt svo um munar. 

Það er ekki langt síðan leikin var bikarúrlitaleikur á klakabundnum Melavelli, í desember. Þarna töpuðum við Skagamenn 3-2 fyrir Akureyringum en mörk okkar Skagamanna skoruðu Teitur og Matti. Í þessum leik tóku þátt menn sem enn eru að starfa við knattspyrnuna, þjálfarar í efstu deild. Frumkvöðlar knattspyrnunnar á Íslandi eiga heiður skilið fyrir þá vinnu sem þeir hafa skilað til að bæta aðstöðu knattspyrnumanna í gegnum árin og óhætt að segja uppbygging íþróttarinnar sé þeim mönnum til mikils sóma.

Hlakka til að koma heim í sumar og fylgjast með.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áfram KR!

Búddi (IP-tala skráð) 6.1.2007 kl. 12:53

2 identicon

Sammála þér Hafsteinn.

Ég held að þeir menn sem eru við stjórnvölin núna viti nákvæmlega hvað þeir eru að gera og ráðning Gauja er það besta sem gat gerst í knattspyrnumálunum á Skaganum. Ég hlakka til að fylgjast með í sumar þó svo að það verði úr fjarlægð.

Áfram Skagamenn!!!

Kristleifur (IP-tala skráð) 6.1.2007 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hafsteinn

Höfundur

Hafsteinn Gunnarsson
Hafsteinn Gunnarsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband