Fögur er hlíðin

Makki á toppnum

Mér finnst Akrafjallið vera fallegasta fjall í heimi. Fast á hæla þess kemur svo Snæfellsjökull - ekki amalegt útsýnið af Skaganum á fallegu sumarkvöldi 

Mig hefur alltaf langað í málverk af Akrafjallinu en aldrei komið því í verk að koma mér upp slíku. Verð að að bæta úr því og tala við hann Bjarna Þór, mér finnst myndirnar hans góðar, sérstaklega það sem hann hefur verið að gera undanfarin ár. 

Það er líka sérlega gaman að ganga á Akrafjallið. Fór í fyrra-sumar með Makka svila mínum á annan tindinn. Fyrir Niðurlendingin var þetta auðvitað gríðarlegt afrek, frá því að búa töluvert fyrir neðan sjávarmál og ganga upp á Háahnjuk, einir 555 metrar frá sjávarmáli, eitthvað hærri fyrir þá sem búa fyrir neðan sjávarmál!! Það var ekki laust við að Makki fyndi fyrir tengslum við Sir Edmund þarna á toppnum, enda á hann ekki langt að sækja þetta, ber nú eftirnafnið Van den Berg sem má yfirfæra sem Makki "frá fjöllum".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkominn í bloggheiminn Haddi minn!  Hlakka til að fylgjast enn betur með ykkur.

Knús á liðið frá grámanum í Danmörku, Gunnur

Gunnur (IP-tala skráð) 9.1.2007 kl. 11:34

2 identicon

hey ! Makki fór nánast að grenja úr stolti þegar hann sá þessa mynd

Ástarkveðjur úr Niðurlöndunum.

Þóra Jónsdóttir (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hafsteinn

Höfundur

Hafsteinn Gunnarsson
Hafsteinn Gunnarsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband