8.4.2007 | 02:01
Páskar
Óskum öllum gleðilegrar páskahátíðar og vonum að þið hafið það gott og látið ykkur líða vel.
Kveðja frá Helenu stræti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.4.2007 | 08:36
Tjald eða tjald
Erum búin að eiga yndislegan dag hérna í Sydney, borgarstæðið hreint stórkostlegt og borgin sú fallegasta sem ég hef komið til.
Í morgun fengum við okkur morgunverð niður við bryggju með útsýni yfir Óperuhúsið og Sydney Harbor Bridge, sem er einmitt 75 ára í ár.
Eitthvað kom það upp í samræðunum við morgunverðar-borðið að ég hefði aldrei skotið af byssu. Tengdapabbi tjáði okkur að það hefði hann heldur ekki gert en hann hefði einu sinni farið með félaga sínum á gæsaveiðar. Þegar engar gæsir sáust fór þessi félagi hans að skjóta á Tjald og fleira, eitthvað sem tengdapabba líkaði ekki við. Spyr þá Krissý: "Ha fór hann að skjóta á tjald?" Ég áttaði mig strax á því hvað mín yndislega eiginkona var að misskilja og sprakk úr hlátri. Krissý horfði á mig furðu lostinn en eftir skamma stund svaraði hún, "Já... þú meinar fuglinn"!!!
Kveðja frá Sydney.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.3.2007 | 07:21
Home alone
Dagurinn var tekinn snemma, enda leikur hjá Albert og mæting klukkan 9:00.
Leikurinn gekk vel og endaði með sigri 3-1 sigri okkar manna, mjög verðskuldað.
Eftir leik var ákveðið að ganga niður á Wellington Point, fá okkur eitthvað í svanginn og leika sér aðeins. Það tekur ca. 30 mínútur að ganga niður á Pointinn, undir röskri stjórn tengdamömmu.
Við Albert ákváðum að hjóla einn stóran hring og hitta svo hópinn á leiðinni. Rétt áður en við komum á Pointinn náum við í rassgatið á þeim. Krissý spyr þá "Hvar er Jón Gunnar?" Ég svara að ég hafi ekki séð hann á leiðinni. "Hvað meinar'ðu var hann ekki með ykkur" Nei sagði ég hann ætlaði aldrei með okkur.
Sný ég þá við og hjóla eins hratt og druslan dregur heim á leið. Fór ég nú nokkuð hratt, Lance Armstrong hefði verið stolltur af yfirferðinni hjá mér.
Er ég kem heim stendur Jón Gunnar fyrir utan með nágrannanum og átti svolítið bágt. Ég þakkaði granna fyrir og svo hjóluð við félagarnir af stað til baka. Ég spurði hvað hann hefði sagt við nágrannann. Ég sagði bara My mom and dad, and my brother, went to the Point and just left me behind. Og hvað sagði nágranninn þá spyr ég. "Why did they leave you behind?" Ég sagði bara "I don't know".
Er við loksins hittum restina af fjölskyldunni sagði hann við mömmum sína: "Þú hugsar bara ekkert um mig"
Frekar sár.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.3.2007 | 13:37
Straff
Jón Gunnar er komin í straff á internetinu. Hann má ekki einu sinni horfa á PC tölvuna.
Ástæðan er sú að mamma hans bað hann að fara með litlu systur sína og sína henni Teletubbies á netinu. Eftir dúk og disk fer mamman að tékka á börnunum og er ekki drengurinn fyrir framan tölvuna að horfa á myndir af berbrjósta ungfrúm.
Krissý: "Hvað ertu eiginlega að gera drengur?" var spurt. ..... Það var fátt um svör.
Krissý: "Hvernig í ósköpunum fannstu þetta eiginlega?" spyr móðirin.
JG: "Ég fór bara á google.com.au og skrifaði inn boobies" ( nema hvað )
Krissý: "Og hver kenndi þér þetta eiginlega?" ( vonandi ekki eldri bróðirinn )
JG: "Thomas, hann er minn class mate"
Ég hef bara ekki ennþá getað rætt þetta við drenginn, mér finnst þetta svo ógeðslega fyndið:)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.3.2007 | 13:16
Skál
Okkur hjónakornunum var boðið í fertugsafmæli á sunnudaginn. Þar sem við erum með barnapíur í heimsókn gátum við loksins brugðið okkur af bæ.
Veislan var haldin á Sirromet vínekrunni sem er hér í nágrenninu. Reyndar hitti svo á að Albert var að keppa á sama tíma þannig að ég skutlaði Krissý í afmælið og fór með drenginn í boltann.
Eftir leik skutlaði ég honum heim og keyrði svo sem leið lá í afmælið. Er ég mætti á svæðið sé ég að mín ekta kona var komin nokkuð vel í glas ( hí, hí, hí, hvað segiru elskan ) og skemmti sér konunglega. Við þær aðstæður á hún það til að vera andsetin af Bibbu á Brávallagötunni.
Er ég mætti á svæðið hópast í kringum mig furðulostnir Ástralir og spyrja mig hvort það sé rétt að við á Íslandi borðum eistu úr hestum. Ég lít á Krissý og sé að hún horfir stolt á mig, enda búin að mennta heimsku útlendingana um ágæti okkar Íslendinga.
Ég tjá nú fólkinu að það sé ekki rétt, við borðum nú ekki eistu úr hestum. Sé ég þá hvar Krissý horfir á mig, eitt spurningarmerki;
"Hvað meinarðu, við borðum víst hrossapunga ( hick)".
"Nei Krissý mín, við borðum HRÚTSPUNGA.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
17.3.2007 | 14:30
I am sooooo sorry!!!!!
Fórum í dag að ná í myndavélina okkar í viðgerð.
Eftir að hafa endurheimt vélinna var haldið sem leið liggur í miðbæ Brisbane og fengið sér kássu að hætti Íra, enda St-Patricks-Day í hávegum hafður hér, sem annars staðar. Kássunni var skolað niður með enn betri veitingum, í tilefni dagsins.
Er kominn var tími til að halda heim þurfti hluti hópsins að bregða sér á klósettið. Við tengda-pabbi fórum af stað, en fundum ekkert nema klósett fyrir fatlaða. Við ákváðum að misnota aðstöðu okkar ( það má nú deila um það ) og sendi ég Nonna inn. Samið var um að ég myndi standa vakt fyrir vin minn og hann myndi endur-gjalda greiðann. Þessi fötluðu klósett eru orðinn svo menntuð, með sjálf-virkum læsingum osfrv. og erfitt að átta sig á því hvort dyrnar séu læstar eða opnar.
Ég ákvað að tengda-pabbi færi fyrst og ég skildi vakta dyrnar( maður stendur nú með vinum sínum ). Allt gekk þetta nú vel hjá Nonna og komið var að mér að sinna mínum þörfum. Settist ég á dolluna og hóftst handa. Framan af var ég nokkuð sáttur við árangurinn og nokkuð stolltur af mínu framlagi. En skyndilega opnast dyrnar að klósettinu!!!! Stendur ekki eitthvað mann grey þarna við dyrnar og afsakar sig í bak og fyrir. Þar sem ég hafði ekki lokið mér af stend ég upp, loka og læsi hurðinni, eitthvað sem ég hafði greinilega gleymt í fyrra skiptið.
Er ég kom út af klósettinu var mann greyið sem réðst inn á mig horfinn á brott en sá sem átti að passa upp á að engin myndi vaða inn á mig stóð stolltur fyrir utan dyrnar og tjáði mér að hann hefði fundið bómullar-bol sem kostaði ekki nema 300 kall. Maður selur nú ekki vina sína fyrir minna!!!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.3.2007 | 12:33
Sorry gamli gráni
Það eru skrýtin kvennaráð.
Ég er búin að berjast í því í bráðum 20 ár ( síðan ég var 5 ára ) að verða eins gráhærður og afi Albert var. Það er núna fyrst sem ég er farinn að sjá einhvern árangur.
Í dag fór ástkær eiginkona mín í klippingu og því sem fylgir þeirri athöfn, að kvenna sið. Einhvern veginn tekur þetta alltaf lengri tíma en þegar ég læt skerða mitt fagra hár, en svo sem ekkert út á það að setja, þetta tók ekki nema 3 klukkutíma og 15 mínútur!!!
Og þá var það niðurstaðan. Eftir að hafa setið þarna hálfan vinnudag og eytt 12.000 krónum sem by the way þykir glæpur hér í Ástralíu, var loksins komin niðurstaða:
Gráhærð, alveg nákvæmlega eins og Afi !!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.3.2007 | 11:04
Ferðasögur
Það kom upp úr krafsinu að þrátt fyrir mikið ferða-stress áður en lagt var í langferðina til Ástralíu, þá tókst Nonna nú að sofna áður en vélin fór í loftið frá Singapore til Brisbane. Þegar borinn var fram matur hristi Emmý sinn mann svo hann fengi nú að borða. Fannst henni hann frekar skrýtinn á svipinn og spyr:" Veistu hvar þú ert?"......."Ég held ég sé í flugvél!" svaraði hann um hæl, alltaf snöggur að átta sig. "Hvað ertu að gera í flugvél?" spyr Emmý. Þá var nú fátt um svör. Eftir dúk og disk svarði kappinn: "Veistu, ég hef bara ekki hugmynd um það!!!!"
.......
Það hefur gengið nokkuð vel hjá þeim að snúa við sólahringnum, sennilega er Nonni kominn lengra núna en þegar þau komu hér síðast. Hann er að vakna á bilinu 5:00 til 6:00, sem er nokkuð gott.
Þrátt fyrir góðan árangur í tímaviðsnúningi þá hafa vissulega verið undantekningar. Ég þurfti að bregða mér til Melbourne á mánudagsmorguninn og vaknaði 4:10, þar sem flugið var snemma. Var ég að sansa mér morgun-mat í rólegheitunum þegar hann stendur allt í einu BEINT fyrir aftan mig "Góðan daginn". Ég hélt hann myndi drepa mig, mér brá svo hrikalega.
Annars gengur þetta allt saman vel, þrátt fyrir ferlega hitabylgju fyrstu dagana, hátt í 40°.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.3.2007 | 09:01
Heimsókn
Í morgun mættu tengdaforeldrar mínir í heimsókn. Krakkarnir höfðu ekki hugmynd um að þau væru að mæta á svæðið og urðu ekki lítið hissa að sjá þau, voru alveg í losti. Jón Gunnar þakkaði mér fyrir að gefa sér svona skemmtilegt surprise!!
Þau voru auðvitað hlaðinn góssi; Harðfiskur, súkkulaði, Opal, lakkrís, DVD diskar ofl. - sumt frá ömmu Rósu og afa Gunnar ( takk fyrir okkur )
Ferðin gekk nokkuð vel, að þeirra sögn. Tengda-faðir minn týndist reyndar á flugvellinum í London. Hann reyndi að hringja í Emmý sína en hún svaraði ekki. Hann dó þó ekki ráðalaus, hringdi í Þóru dóttur sína og bað hana að reyna, með von um að hún myndi frekar svara henni heldur en sér!!! Hann fannst þó um síðir.
Voru þau glöð og ánægð að vera mætt í hitann hér down under enda hátt í 30° í dag.
Tengda-pabbi var þó dálítið þreyttur, eins og gengur og gerist þegar menn eru búnir að ferðast yfir hnöttinn endilangan. Lagði hann sig því upp úr hádegi og svaf vel og lengi. Þegar hann var vakinn tjáði hann okkur að það væri ekki alveg eins heitt í "dag" eins og í "gær" !!! Maður getur nú ruglast, sérstaklega svona fyrstu dagana. Óhætt að segja að það séu spennandi dagar framundan og hef ég á tilfinningunni að ég hafi frá nógu að segja næstu vikurnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.3.2007 | 07:59
Enski
Þó við í Ástralíu séum um það bil einum degi á undan ykkur á Íslandi þá erum við eiginlega einum degi á eftir ykkur hvað varðar enska boltann. Leikirnir fara fram seint um kvöld eða að nóttu til og erfitt að halda sér vakandi til að geta fylgst með. Því fær maður úrslitin ekki fyrr en daginn eftir.
Ég hef nú aldrei verið mikill aðdáandi Man Utd. Ég verð þó að lýsa yfir ánægju minni með að þeir hafi unnuið Liverpool í gær. Eg vona að þeim takist að halda forystunni í deildinni til enda tímabilsins þar sem mér er enn verr við Chelzki en Man Utd.
Ferguson hefur einnig byggt upp skemmtilegt lið og á það skilið að vinna titilinn þetta árið þar sem þeir leika bæði skemmtilegasta og besta boltann í deildinni nú um stundir. Þrátt fyrir að hafa aðgang að óendalegum sjóðum hefur Jose ekki tekist að búa til lið sem spilar skemmtilegan fótbolta. En því er ekki að neita að hann hefur verið árangursríkur.
Við Arsenal menn erum nokkuð ánægðir með okkar lið þessa stundina, þó við gætum sýnt meiri stöðugleika. Arsenal hefur alltaf spilað skemmtilegan fótbolta undir stjórn Wenger og er það vel.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Hafsteinn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar