Kallinn 35 og frúin 33 ( þó það sjáist ekki )

 Á veiðum

Við fjölskyldan áttum frábæra helgi á Stradbroke Island hér í nágrenni Brisbane. Fórum í bílferju  ca 45 mín sigling ( góð Akraborgarstemning nema engin ælandi ) og gistum svo á þessu fína hóteli um helgina svona í tilefni afmæla okkar.

Við feðgarnir versluðum okkur veiðistöng, veiddum ( fengum 6 )  og lékum okkur í sjónum.  Á kvöldin var síðan spilað veiðimann.

Hér er komin vetur og hitinn dottinn niður í 28 gráður. Hlökkum til að koma heim í sumarblíðuna!!


Fasten your seat belts...

Var að taka Á flugisaman þann tíma sem ég hef eytt um borð í flugvélum þau 3 ár sem við höfum verið hér-í Ástralíu. Veit einhver hvað maður þarf marga flugtíma til þess að fá flugmannsréttindi?

Svona lítur þetta út 

Tímar í flugi: 673 klst.

Miðað við 8 tíma vinnudag eru þetta:  84.125 vinnudagar.

Miðað við 20 vinnudaga í mánuði eru þetta: 4 mánuðir og 4 dagar

Ofan á þetta bætist síðan biðtími og ferðir til og frá flugvöllum!!

Má bjóða þér í flugferð?


Stöndum saman Skagamenn

Á morgun hefst Íslandsmótið í Knattspyrnu, Landsbankadeild. Við SkagamenÍslandsmeistarar 1951n höfum alltaf verið gríðarlega stoltir af því að vera Skagamenn og eitt okkar helsta stollt er knattspyrnuliðið okkar. Allt frá því 1951 ( mynd til hliðar ) höfum við verið bestir í boltanum á Klakanum og þótt víðar væri leitað.

Þrátt fyrir að hafa verið bestir hafa skipst á skyn og skúrir hvað varða árangur liðsins. Á komandi sumri reynir mikið á unga og efnilega leikmenn félagsins. Mér taldist til að 15 leikmenn liðsins hafa spilað undir 20 leiki í efstu deild.

Ég vil hvetja alla Skagamenn til að mæta á völlinn á morgunn og sýna þessum drengjum hvað við stöndum þétt við bakið á þeim í sumar og gerum Akranesvöll að óvinnandi virki. Það er ekki bara leikmannanna að standa sig í sumar, nú látum við ÖLL fyrir okkur finna.

 Áfram Skagamenn.


Partý partý

Kveðjupartý Ástralíu 025Kveðjuveislur eru hafnar.

Það er virkilega gaman að því hvað við höfum kynnst mikið að fólki hérna og eignast mikið af góðum vinum, bæði tengt vinnunni og fyrir utan vinnuna.

Sá hópur sem við höfum kynnst fyrir utan vinnunna boðaði til veislu nú mum helgina.

Dagurinn var tekinn snemma, ég var sóttur klukkan 6:30 og við "strákarnir" fórum í golf. Það var virkilega góð skemmtan, sérstaklega þar sem hluti hópsins hafði ekki spilað golf áður. Mitt lið stóð uppi sem sigurvegari en það var ekki mitt framlag sem skipti þar sköpum.

"Stelpurnar" hittust um 10 leytið og fóru í hádegisverð með öllu tilheyrandi og létu sér líða vel. Á meðan var börnunum komið fyrir en um tvö leytið hittust bæði börn og fullorðnir hér hjá okkur á Helenu Stræti. Mættu rúmlega 40 manns og það var setið og spjallað og leikið sér. Að lokum vorum við  leyst út með gjöfum og tilheyrandi. Um 9 að kveldi var frábærum degi lokið. 

Það er ekki bara frábært veður, dásamlegar strandir, náttúra og fjölbreytt dýralíf sem gera þetta land eins dásamlegt og það er. Það er fyrst og fremst fólkið sem hér er sem gerir þetta land að því sem það er.

Á föstudaginn fór Krissý með vinum okkar frá Bulimba á Sirromet vínekruna þar sem setið var að snæðingi og skemmt sér fram eftir degi.

Um næstu helgi verður síðan kveðjupartý með vinnufélögunum haldið hér að Helenu Stræti. Líf og fjör.

 


Að borga eða ekki borga...

Fagna því ef verðið lækkar í Göngin. Þegar ég flutti af landi brott fyrir nokkrum árum var ég ekki búinn að borga nema 650.000 kall í þessi göng.  Hlakka til að flytja aftur heim í sumar og halda áfram að leggja mitt að mörkum til þess að komandi kynslóðir geti ekið frítt undir Hvalfjörð.

Við Skagamenn og aðrir íbúar á Vesturlandi sem notum þessi göng hvað mest höfum þurft að draga vagninn. Skyldu aðrir landsmenn þurfa að punga út fyrir öðrum vegaúrbótum?

Skemmtilegast er auðvitað að samgöngumálaráðherra til margra ára, sumir vilja meina of margra, er frá Vesturlandi. Sá hefur staðið sig vel fyrir kjördæmið í þessum málum, eða hvað??

Er maður nú ekki farinn að skammast yfir pólitík ofan á allar hinar skammirnar.



mbl.is Ný gjaldskrá fyrir Hvalfjarðargöng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tæki og tól

Það er ýmislegt sem þarf að laga þegar maður er að flytja og til að vera nú við öllu búinn var skellt sér í Bunnings. Í Bunnings er til allt milli himins og jarðar og síðan eitthvað meira.

Verslaði mér þessa líka fínu hleðsluborvél og bora/skrúfu/ lykla sett frá Bosch. Þetta er svaka fín græja en svo er spurning hvenær maður kemur til með að nota hana!!  Einnig var fjárfest í fleiri góðum smágræjum sem koma sér vel við hitt og þetta, er mér sagt.

Eina sem vantaði að sögn Krissý var verkfærabeltiðWhistling
 


Harður sölumaður

Bílinn er seldur. Þetta tók ekki nema rétt rúmar tvær vikur. Og ekki voru af-föllin svo slæm, ekki nema 130 þúsund á tveimur og 1/2 ári, það verður að teljast gott. Kallinn gaf ekkert eftir í samningaviðræðum, alger nagli.

Nú er búið að bóka flugið heim. Það á að leggja í hann þann 30tugasta maí og lenda í Amsterdam þann 31fyrsta. Stutt stop hjá Fjalla-fjölskyldunni í Reeuwijk ( held að þetta sé rétt stafsett ) og flogið til Íslands annan dag júnimánaðar.

 

 

 

 


Kveðjuveislur

Frekar hefur verið rólegt yfir skrifum mínum undanfarið enda mikið að gera en ég ætla að reyna að vakna úr dvalanum.

Tengdaforledrar mínir lögðu af stað heim á leið sl. mánudagskvöld og mér skilst að þau séu kominn heim. Ég verð alltaf jafn hissa!!

Knattspyrnuvertíðin er hafin hjá Albert og nokkrum leikjum lokið, sem allir hafa unnist fyrir utan eitt jafntefli. Þjálfarinn vildi hafa hann áfram út tímabilið og sagði að ef hann færi fyrr þá þyrftum við að borga "leaving fee"  sem væri dágóð upphæð.

Við mætum samviskusamlega á völlinn enda hin besta skemmtan. Um aðra helgi hefur svo verið blásið til veislu hjá liðinu þar sem allir pabbarnir fara í golf, byrjar klukkan 08:00, og mömmurnar gera eitthvað sem þeim finnst skemmtilegt. Síðan hittist allt liðið og haldin verður grillveisla. Allt í allt eru þetta hátt í 40 manns.

Það má svo eiginlega segja að allar helgar fram að brottför séu uppteknar í kveðjupartýum hingað og þangað þannig að það er í nógu að snúast. 

 


Héðan og þaðan

Í kvöld fórum við á þýskan veitingastað hérna upp á horni og fengum okkur Vínar-Snitzel. Þetta bragðaðist alveg sérdælis vel. Strákarnir fengu sér Frankfurter pylsur og tómatsósu.

Nú er búið að ákveða að fljúga áleiðis til Íslands þann 29. maí. Planið er að stoppa í Thaílandi í  eina viku, skella sér á ströndina og hafa það gott.

Annars er ekkert því til fyrirstöðu að hafa það huggulegt fram eftir sumri, maður er að hætta að vinna hjá Marel Ástralíu og ekki búinn að ráða sig í  vinnu annars staðar. 

Tengdaforeldrar mínir munu halda heim á leið á mánudaginn og vinir okkar hérna hafa planað skemmtanir og kveðju-partý nánast hverja helgi fram að brottför.

Annars er ég bókaður nánast hvern einasta dag þar til ég fer í flug þannig að það er nóg að gera, sem er nú gott. 

Jón Gunnar var rétt í þessu að kalla og segja að "fanurinn"  minn virkar ekki. (íslensk þýðing= viftan mín virkar ekki ) Enskur oðraforði er mun meiri en sá íslenski.

 

 ..

Nú fer að  styttast í að knattspyrnu-vertíðin fari af stað á Klakanum, áfram Skagamenn!!!

 ..

Einhverra hluta vegna duttu blogg-vinir mínir út. Ég mun bæta úr því á næstu dögum. 

 

 

 


Baslið

Nú er baslið byrjað við að undirbúa heimferðina. Það er að mörgu að huga, selja bílinn, segja upp leigunni, flytja lífeyrissjóðinn, skrá drengina úr skólanum osfrv. 

Annars erum við nú svo heppinn að við þurfum ekkert að hugsa um flutninginn sjálfan, fáum bara menn á svæðið sem sjá um þetta frá A til Ö ( eða A til Z hérna í Ástralíu ).

Við munum auðvitað ekki fá húsgögnin okkar fyrr en í ágúst þannig að við verðum að treysta á mömmu og pabba með húsnæði fram að því, vonandi hleypa þau okkur inn.

... 

 Jón Gunnar átti enn eitt gullkornið um daginn er hann spurði mömmu sína hvaða dagur væri í dag. Mamma hans sagði honum að það væri mánudagur. "Ég er ekki að meina það, ég er að meina svona........ þú veist, 1. apríl og svoleiðis" Mamma sagði honum að í gær hafi verið 1. apríl og spurði síðan hvað hann héldi að væri þá í dag. mmmmmhh "Næsti apríl"!!!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hafsteinn

Höfundur

Hafsteinn Gunnarsson
Hafsteinn Gunnarsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 251

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband