13.9.2007 | 21:16
Alltaf í boltanum
Byrjaði að sprikla í fótbolta í vikunni, mætti á fyrstu æfinguna á mánudaginn með Tedda og veðurfræðingunum. Í kvöld var svo önnur æfingin. Dugði í 3 mín, tognaði aftan í læri. Við tekur endurhæfing næstu vikuna. Mun hún fara fram í Póllandi.
Legg af stað á laugardagsmorgun til Poznan, í gegnum Frankfurt. Treysti á að Pólverjarnir komi lærinu í lag. Kannski get ég selt eitthvað í leiðinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2007 | 21:01
Til minningar um Ásgeir Elíasson
Ásgeir Elíasson knattspyrnuþjálfari lést síðast liðinn sunnudag. Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að starfa með Ásgeiri í tvö ár hjá Knattsprynusambandi Íslands í Laugardalnum. Ásgeir var heiðursmaður fram í fingurgóma, sérstaklega glaðlyndur og skemmtilegur með endemum. Það er mikill missir af slíkum sóma manni.
Við fórum ósjaldan í kaffi niður á skrifstofu Íslenskra getrauna og ræddum hin ýmsu mál, mis alvarleg, höfðum skoðanir á hlutunum, hlógum og höfðum gaman.
Vil ég votta honum virðingu mína og sendi samúðarkveðjur til fjölskyldu hans, þeirra missir er mikill.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2007 | 19:33
Hvað er klukkan
Í gærkveldi átti yngri sonur minn að koma heim klukkan tíu
Klukkan tuttugu mínútur yfir tíu mætti hann og ég sýni honum klukkuna og spyr hvað hún sé?
Tuttugumínútur í hálf sjö!!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.7.2007 | 22:03
Fáum húsið afhent
Jæja, best að reyna að skrifa eitthvað hérna. hummmm, jú við fáum húsið afhent nú á föstudaginn. Það væri svo sem alveg meiriháttar en gámurinn kemur ekki fyrr en um miðjan ágúst. Best að reyna að mála eitthvað og svona á meðan.
Byrjaði að vinna nú í vikunni eftir sumarfrí og ég sem var rétt að venjast því að vera í frí. Annars erum við öll í góðum gír og höfum það gott hjá ömmu Rósu og afa Gunna, engin regla á hlutunum og tómt kæruleysi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.7.2007 | 11:45
Enn eitt mótið
Í dag verður lagt í hann norður á land. Framundan er N1 mót 5. flokks. Mikil stemmning fyrir mótinu hjá börnum sem fullorðnum. Hef ég tekið að mér að stýra B liða okkar Skagamanna, allt fínir og skemmtilegir strákar.
Áfram Skagamenn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.7.2007 | 22:59
Fjallageitur
Gengum saman félagarnir á Háahnúk á laugardaginn í blíðskaparveðri.
Gengum þetta rólega en örugglega og nutum útsýnisins. Á eftir var farið í heita pottinn og gætt sér á snittum. Góður dagur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2007 | 23:18
Sögur að vestan
Í dag fór ég og dóttir mín ásamt mömmu og pabba vestur á Snæfellsnes. Stefnan var sett á Snæfellsjökul, með viðkomu á Vegamótum, Hótel Búðum og Arnarstapa.
Á sínum sokkabandsárum starfaði móðir mín sem herbergisþerna á Búðum. Eitt sumarið dvelur þjóðarskáldið Halldór Laxness þar við skriftir. Móðir mín sá um þrif á herbergi meistarans og kokkurinn á staðnum sá um að bóna og þrífa bíl skáldsins.
Einn morgunninn er móðir mín að fara út með þvottinn og sér að það er einhver hálfur ofaní skottinu á bílnum. Tekur hún sprett að manninum, flengir hann fast með flötum lófanum og segir "Hva er bara alltaf verið að þrífa bílinn fyrir kallinn." Lítur þá ekki Laxnes upp úr skottinu, skellihlæjandi. Honum líkaði þetta vel og hélt mikið upp á gömlu eftir þetta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.6.2007 | 15:39
Úr dvala
Ekki hefur verið mikið um skrif hér undanfarið en reynt verður að gera bót á því.
Það má svo sem segja að mikið hafi verið um að vera. Brekkubrautarmafían fór í frábæra hestaferð um síðustu helgi, undir örrugri stjórn höfuðs mafíunnar, mömmu.
Á fimmtudaginn var farið var sem leið lá frá Akranesi og riðið að Geldingaá. Daginn eftir var haldið í áttina að Hafnarfjalli og inn að Ölver. Þaðan var riðið niður að Höfn og svo sem leið lá í átt að Borgarnesi og alla leið inn að Hreppslaug. Þar var áð og járnuð ein löpp, þar sem skeifa hafði dottið undan. Nutum við góðrar aðstöðu hjá Jóhannesi og Guðrúnu og kunnum við þeim góðar þakkir.
Að því loknu var för haldið áfram og riðið inn allan Skorradal, meðfram vatninu, og inn að Fitjum. Tók þessi dagleið leið 11 klukkutíma og má segja að menn og hestar hafi verið orðin þreytt. Lúlli telur hestamenn vera hetjur, en hann var orðinn heldur framlár kappinn þarna undir lokin.
Gist var í góðu yfirlæti í Skorradalnum, í sumarbústað sem afi Guðrúnar á.
Að morgni var svo haldið yfir Botnsheiði og Síldarmannagötur og komið niður í Botnsdal í Hvalfirði. Var þetta mjög skemmtileg leið. Frá Botnsdal var síðan riðið inn í Brynjudal, á æskuslóðir annars mafíuoringjans. Þar var borðaður góður matur, mikið grín og glens.
Að morgni sunnudags var svo haldið heim á Akranes.
Var þetta gríðarlega góð ferð og komu margir meðlimir mafíunnar sér og öðrum á óvart með miklum dugnaði og hæfilekum í reiðlistinni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.5.2007 | 11:03
Takk fyrir okkur
Erum kominn til Hollands og erum í góðu yfirlæti hjá Stórfjölskyldunni á Leermos.
Eftir að hafa verið í heila viku á 5 stjörnu hóteli hjá Arnbirni, Jóhönnu og stelpunum ( þökkum mikið vel fyrir okkur ) þá var lagt í hann á miðvikudaginn klukkan 10:30 að Áströlskum tíma. 30 tímum seinna lentum við í Amsterdam og gekk ferðalagið mjög vel. Engin vandamál en ekki mikið sofið.
Það var erfitt að kveðja Ástralíu og alla okkar góðu vini sem við eigum þar. Þetta er búinn að vera frábær tími í okkar lífi og við vorum svo heppinn að Egill, Rúna, Arnbjörn og Jóhanna og þeirra fjölskyldur eyddu þessum tíma með okkur og gerðu hann en skemmtilegri fyrir vikið.
Við fjölskyldan sendum ykkur saknaðarkveðjur og hlökkum til að hitta ykkur aftur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.5.2007 | 11:10
Pakkað og klárt
Þá er allt okkar hafurtask komið í gám og samkvæmt áætlun eigum við að fá góssið þann 10. ágúst. Nú er bara að vona það besta.
Þar sem við eigum nú hvergi heima tókst mér að kjafta fjölskylduna inn á Arnbjörn og Jóhönnu. Nú er bara að vona að þau getið þolað okkur þar til á miðvikudag í næstu viku. Við reynum að haga okkur vel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Um bloggið
Hafsteinn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar