Færsluflokkur: Bloggar

Af hverju....

Það voru miklar pælingar við matarborðið í gær. Jón Gunnar var að spá í hvernig það hefði verið þegar það voru bara einn maður og ein kona. Hvernig föttuðu þau upp á því hvernig á að baka brauð?. Eftir að hafa stiklað á stóru varðandi þróunarsöguna þá tjáðum við drengnum að sennilega hafi þau ekki kunnað að baka brauð heldur borðað ávexti, grænmeti og þess háttar, aðallega epli!! Þau hafi ekki einu sinni getað bakað brauðið þar sem þau vissu ekki hvernig ætti að kveikja eld.

Þessi svör ollu miklum heilabrotum og fylgdu nokkrar spurningar í kjölfarið og að lokum kom auðvitað: "Hvernig föttuðu þau þá upp á því hvernig á að kveikja eld?"  Var ég orðin frekar þreyttur á þessu spurningaflóði og svaraði: "Þau fundu kveikjara."  Það var tekið gott og gilt, en mömmu hans fannst það ekki alveg ganga svo farið var í útskýringar á hvernig væri hægt að kveikja eld. Þetta með að nudda saman greinum og slá saman steinum fannst honum svo sem eðlilegt, miðað við allt baslið sem var á þessu liði, enda hafði hann séð þetta gert í einhverri teiknimynd.

Að lokum sló hann svo fram eftirfarandi: "Hvernig ætli þau hafi þá byrjað að borða kjöt? Kannski bara skutu þau óvart eitthvað og sögðu bara, Hey eigum við að prófa að borða þetta? og svo fannst þeim það bara gott.

Það er ýmislegt sem maður þarf að fræðast um.

 


Dýfingar

Ítölks knattspyrna og ítalskir knattspyrnumenn eru ekki í miklum metum hjá mér og hafa ekki verið síðan menn á borð við Maradona, Van Basten og Gullit léku listir sínar þar í landi.

Í fyrra voru nokkur af stórliðum landsins uppvís að svindli og Juventus m.a. dæmt niður í Seria B. Fyrir nokkrum vikum urðu áhorfendur ofl. sér til skammar og endaði það mál með því að keppni í ítalskri knattspyrnu var bönnuð, tímabundið,  af stjórnvöldum þar í landi.

Í vikunni var leikið  í Meistaradeild Evrópu, 16 liða úrslitum. Þar léku ítölsku liðin Roma og AC Milan ásamt fleiri liðum. Leikmenn Roma fengu hvert gula spjaldið á fætur öðru fyrir ótrúleg tilþrif í dýfingum. Svo mikilfengleg voru tilþrifin að leikurinn hefði betur farið fram í Ólympíu-sundlauginni, af hæsta palli.

Einn af leikmönnum AC Milan átti þó tilþrif kvöldsins, eftir að hafa komist inn í vítateig, fram hjá varnarmanni og markmanni varð leikmanninum ljóst að hann myndi ekki ná knettinum. Lætur hann sig ekki falla með þessum líka ótrúlegu tilþrifum að annað eins hefur ekki sést á byggðu bóli,  ein frægasta dýfa sögunnar, þegar  Greg Louganis  rak hausinn í brettið og rotaðist á Ólympíuleikunum 1988 í Seoul, bliknar miðað við tilþrif Ítalans.

Ég verð að lýsa yfir óánægju minni með ítalska knattspyrnu, svona framkoma á ekkert skilt við annars frábæra íþrótt.


Kveðja til Óla Tedda

Mig langar, í nokkrum orðum,  að minnast Óla Tedda í Skagaver sem lést um helgina.

Óli varð einn af mínum fyrstu yfirmönnum þegar ég réð mig í vinnu sem sendill í Skagaver 17 ára gamall. Mér fannst virkilega skemmtilegt að vinna í Skagaver á þessum tíma, mikið af góðu og líflegu fólki og átti Óli stóran þátt í því. Hann smitaði út frá sér með miklum krafti og vinnusemi en síðast en ekki síst með góða skapinu. Hann var alltaf í góðu skapi, alltaf brosandi og gat alltaf séð broslegu hliðina á málunum. Það var sko stutt í húmorinn. Þannig á þetta einmitt að vera, maður verður að njóta lífisins og hafa gaman á meðan maður er hérna því þetta er búið áður en maður veit af.

Góða ferð og takk fyrir að fá að kynnast þér.


Ferðast um Nýja Sjáland

Feðginin stödd á Nýja SjálandiÁttum yndislega helgi á Nýja Sjálandi. Vorum einstaklega heppin með veður, sól og blíða allan tímann sem er  alls ekki algengt þarna hinum megin við Tasmaníu haf.

Nýja Sjáland er sérstaklega fallegt land og landslagið hreint ótrúlegt. Við fórum í skoðunarferðir, borðuðum góðan mat og fræddumst um land og þjóð, nutum lífsins og slöppuðum vel af.

Þetta var yndislega ferð og mæli ég með Nýja Sjálandi til ferðalaga.

 


Líf og fjör í Hahndorf

Mikið óskaplega leið dömunnni í næsta herbergi vel í fyrrakvöld. Þau voru greinilega þarna saman tvö, því hún öskraði nafnið hans reglulega af mikilli ástríðu. Hann hét Tom. Einnig ákallaði hún drottinn regulega (ó mæ god) og stundi svo hressilega á eftir.  Þetta stóð yfir hjá þeim í dágóða stund með mikllum látum en að lokum endaði þetta með miklu gargi.  Tom var ekki eins heppinn í gær. Eina sem kom frá honum voru langar og þungar hrotur.

......... 

í fyrramálið legg ég af stað til Auckland á Nýja Sjálandi og held þaðan til Christchurch. Þar sem allur minn fatnaður var orðin óhrein þá fór ég í morgunn og spjallaði við dömurnar hérna á mótelinu og fékk þær til að þvo fyrir mig. Þegar ég kom heim eftir vinnu voru fötin hrein og fín hérna inni á herbergi. EN.. það var ekki búið að strauja neitt. Mamma straujaði alltaf fyrir mig. Er núna að basla í að gera þetta klárt fyrir morgundaginn. Býð svo spenntur eftir að hitta dömurnar mínar um á fimmtudaginn.

 

 


Nýr formaður KSÍ

Í dag verður kosinn nýr formaður Knattspyrnusambands Íslands.  Eins og öllum áhugamönnum um íþróttir er ljóst, gefur Geir Þorsteinsson, vinur minn, kost á sér til þess embættis. Að mínu mati hefur aldrei neinn frambjóðandi til þessa embættis átt það eins mikið skilið að hljóta kosningu eins og Geir. Betri fulltrúa getur knattspyrnuhreyfingin ekki beðið um. Áfram Geir!

 

Uppfært sunnudaginn 11. febrúar

Til hamingju Geir með yfirburða kosningu!!! 

 


Ferð á flugvöllinn í Adelaide

Lenti í ótrúlegum ævintýrum í gær. Var á leiðinni á flugvöllin  í Adelaide að sækja Kristínu, starfsfélaga minn sem var að koma frá Íslandi. Á leiðinni stoppa ég á rauðu ljósi, sem er kannski ekki í frásögur færandi. En allavega, þarna sit ég og bíð og heyri þenna líka svakalega smell og lít í spegilinn. Sé ég þar bifreið, nema hún var í lausu lofti og snérist heilan hring og lenti á toppnum með brkai og brestum. Ég auðvitað stökk út úr bílnum og fer að huga að málum. Þarna situr stúlka í hinum bílnum organdi og gargandi í algjöru sjokki, á meðan kemur hin steplan skríðandi út úr bílnum sem hvoldi. Ég auðvita ð huggaði þessa stúlku sem var í algjöru móðursýkiskasti og hóf svo að huga að hinni dömunni. Allt fór þetta nú vel og engin alverleg meiðsl, sem var alveg ótrúlegt miðað við hversu mikið skemmtir bílarnir voru. Hringdi á gæsluna og lét mig siðan hverfa þegar allt var komið í röð og reglu.

Er ég nú loksins mættur á flugvöllinn og stend þarna í þvögunni  og bíð eftir að Kristín komi. Þar til hliðar situr hellingur af fólki sem einnig er að bíða og sötrar kaffi. Stígur ekki einhver kerlingarbeygla út úr þvögunni og byrjar að klappa saman lófunum, hátt og snjallt með miklum smellum. Stekkur þá ekki eitthvað manngrey þarna af kaffihúsinu og kemur hlaupandi til kerlingarinnar!!!   -    "Komdu hérna snati".


Hann á afmæli í dag....

Heimir vinur minn, sonur Jónasar kokks í Skagaver, átti afmæli í gær, þann 6 febrúar.  Við hjá hafsteinng.blog.is viljum óska þessum öðlings pilti til hamingu með daginn.

NZ-ferð

Ég bauð minni ekta konu og einkadóttir til Nýja-Sjálands í næstu viku og er ferðinni heitið til Christchurch þar sem meiningin er að dvelja ásamt Arnbirni og Jóhönnu frá fimmtudegi til mánundags. Ég mun að vísu ferðast í byrjun næstu viku til NZ, beint frá Adelaide ( þar sem ég er núna )  og hitti dömurnar mínar ekkert fyrr en þar. Prinsarnir fá ekki að fara með í þennan túr enda uppteknir í skólanum.

 Kveðja frá Handorf, suður Ástralíu


Bjargvætturinn

Picture 025Kallinn mætti heim frá Perth/ Adelaide í dag og beið það verðuga verkefni að takast á við þessa líka heljarinnar könguló. Ferlíkið reyndist vera á stærð við mannshönd.

Kallinn var óhræddur við að takast á við verkefnið og bað Krissý um að leggja höndina við hliðina á kvikindinu, til viðmiðunar. Það féll nú ekki í góðan jarðveg??  Hvað um það. Hófst ég nú handa við að útrýma kvikindinu. Náði mér í eitur og byrjaði að úða. Krissý tjáði mér að besta væri að "spray-a alveg ógeðslega mikið" Ekki virkaði þessi úðun neitt sérstaklega vel til að byrja með, köngulóin tók á sprett niður vegginn og niður á gólfið. Þar endaði hún síðan líf-daga sína, annað hvort drukknaði hún, eða eitrið byrjaði að virka. Sennilega spray-aði ég aðeins of mikið, er orðin frekar slæptur eftir orustuna, held ég fari bara að leggja mig.....

 

 


Íþróttir?

Ég get ekki sagst hafa fylgst mikið með HM í handbolta, nema í gegnum vini mína á Íslandi. Alltaf þegar maður hringir heim þá eru allir ægilega kátir eða þá hundfúlir og maður er ekki alveg með á nótunum.

Hérna kalla menn handbolta European Handball. Hvorki hefur heyrst hósti né stuna um þessa keppni í einum einasta fjölmiðli. Hins vegar er ekki þverfótað fyrir krikket kúlum hérna þessa stundina sem tröllríða allri íþrótta umræðu.  Ef það er ekki krikket þá er það Rugby eða tennis eða þaðan af verra.

Svei mér þá, það verður bara gott að flytja heim aftur þó ekki væri nema bara til að losna undan þessu Rugby-krikket-tennis-sund umræðu allri. Er ég þá ekki að mæla með handbolta, síður en svo.

Hvað var þetta með strokufangana á Akureyri sem ég sá á mbl.is? Langaði greyjunum ekki bara að sjá leikinn við Dani í handboltanum?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Hafsteinn

Höfundur

Hafsteinn Gunnarsson
Hafsteinn Gunnarsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband