Færsluflokkur: Bloggar
26.1.2007 | 12:33
Héðan og þaðan
Þessa vikuna hef ég verið að aðstoða vini mína í Suður Ástralíu við að skipuleggja laxavinnslu. Springs Smoked Seafoods er fyritæki sem framleiðir ferskan og reiktan lax og er staðsett nálægt litlu "þýsku" þorpi. Hótelið sem ég dvaldi á tilheyrði veitingastað sem bauð upp á þenna líka fína þýska bjór, en eins og allir vita er það besti bjór í heimi, "og þótt víðar væri leitað". Þarna datt ég inní þýskt landnám hér í Ástralíu sem var virkilega skemmtilegt, góður matur og góður bjór.
Lásuð þið á mbl.is um græneðluna Mozart frá Belgíu sem hefur verið með stinnan getnaðarlim í rúma viku? Ég segi nú bara eins og Silja vinkona mín "ertu ekki að grínast". Ljóta baslið á þessu kvikindi. Það stendur víst til að skera hann af!! Það kemur víst ekki að sök því greyið er með tvo!!!! Og kynlífið er víst allt saman í hausnum á honum. Ekki skrítið að hann hafi verið með hann á lofti í heila viku. Maður skilur þetta vel, sérstaklega þegar ég er á þessum ferðalögum, þá er þetta bara í hausnum á manni!!
And by the way Áfram Arsenal, gerðum góða hluti um síðustu helgi.
Bloggar | Breytt 27.1.2007 kl. 09:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.1.2007 | 11:31
Úff
Er að störfum í Victoriu fylki, nærri Melobourne í litlum bæ sem heitir Castlemaine.
Miklir skógareldar geysa hér og er eldlínan um 80m km löng og sér vindurinn um að halda þessu gangandi. Ekki er nokkur leið að slökkva þessa elda en menn berjast við að halda þessu í skefjum og verða að bíða eftir hagstæðri vindátt og haustinu!!
Í gær brunnu í sundur rafmagnslínur sem sjá um að dreifa rafmagni um allt fylkið, til fleiri milljón manns. Hundruð þúsunda heimila voru án rafmagns og voru allir veitingastaðir lokaðir sökum þessa, sem gerði okkur erfitt fyrir varðandi kvöldmat.
Það var svo ekki á það bætandi að hitinn var óbærilegur. Obinberar hitatölur voru rúmar 40° á Celsius kvarðanum. Nú stendur einmitt yfir Opna Ástralska mótið í tennis og var hitinn sem mældist niður á aðal-vellinum rétt eftir hádegi tæpar 50 gráður, í skugga!! Hvenær verður það beinlínis hættulegt að stunda afreksíþróttir? Kannski Kristleifur vinur minn geti svarað þessu.
Annars voru nokkur góð comment frá keppendum í blöðunum í dag.
"Ég fann ekki fyrir fótunum"
"Heilinn á mér er gjörsamlega steiktur"
"Ég er með óráði!"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.1.2007 | 01:09
Ég er rotta!!
Skv. kínversku tímatali hefst árið 2007, sem er reyndar árið 4704-4705, þann 17. febrúar nk. Komandi ár er ár svínsins.
Áður en Búdda yfirgaf jörðina í síðasta sinn bauð hann öllum dýrum sköpunarinnar til kveðjuhófs en aðeins tólf mættu. Finnst mér það frekar léleg mæting, Búdda sennilega ekki verið mjög vinsæll. Til að launa þeim vinsemdina nefndi hann ár eftir hverju þeirra og skóp þannig dýrahringinn. Hver sá er fæðist á ári ákveðins dýrs fær eiginleika þess í vöggugjöf.
Hérna getið þið séð hvaða kínverska ár var þegar þið fæddust.
Rotta | Uxi | Tígur | Kanína | Dreki | Snákur | Hestur | Geit | Api | Hani | Hundur | Svín |
1936 | 1937 | 1938 | 1939 | 1940 | 1941 | 1942 | 1943 | 1944 | 1945 | 1946 | 1947 |
1948 | 1949 | 1950 | 1951 | 1952 | 1953 | 1954 | 1955 | 1956 | 1957 | 1958 | 1959 |
1960 | 1961 | 1962 | 1963 | 1964 | 1965 | 1966 | 1967 | 1968 | 1969 | 1970 | 1971 |
1972 | 1973 | 1974 | 1975 | 1976 | 1977 | 1978 | 1979 | 1980 | 1981 | 1982 | 1983 |
1984 | 1985 | 1986 | 1987 | 1988 | 1989 | 1990 | 1991 | 1992 | 1993 | 1994 | 1995 |
1996 | 1997 | 1998 | 1999 | 2000 | 2001 | 2002 | 2003 | 2004 | 2005 | 2006 | 2007 |
Þar sem ég er fæddur árið 1972 reynist ég vera Rotta!!
Lýsing á rottunni er eitthvað á þessa leið:
"Fólk fætt á ári rottunar er mjög sjarmerandi og heilla hitt kynið upp úr skónum ( þetta byrjar vel! ) Mjög duglegt fólk sem setur sér háleit markmið og nær þeim. Rottur hafa oft fullkomnunaráráttu. Það er auðvelt að reyta rottur til reiði (það getur ekki verið! ) og þær elska að slúðra. Rottur smell-passa með drekum, öpum og uxum."
Smellið á krækjuna til að lesa um ykkar dýr:http://www.c-c-c.org/chineseculture/zodiac/Rat.html
Kínverska árið er 12 mánuðir og 29-30 dagar. Árunum er skipt niður í 12 ára tímabil og er hvert ár nefnt eftir einu af 12 dýrum. Nýju ári er fagnað á öðru tungli eftir vetrarsólstöður sem er milli 21. janúar og 19. febrúar skv. okkar tímatali. Til að halda árinu réttu er það stillt af, svipað og við gerum með hlaupárið.
Kínverjar notast nú reyndar við okkar dagatal og hafa gert síðan 1911 en gamla ártalið er notað til hátiðárhalda, sérstaklega áramótin en þá eru mikil veisluhöld.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.1.2007 | 10:48
Fremantle - WA.
Að störfum í Fremantle, Perth, Vestur Ástralíu.
Fremantle er úthverfi í Perth höfðuborg Vestur Ástralíu. Freo er sérstaklega skemmtileg hafnarborg þar sem miðbærin iðar af lífi, kaffihús og markaðir á "Cappuchino Strip" fullir af fólki og andrúmsloftið afskaplega afslappað.
Miðbærin er staddur niður við höfnina. Þar er mikið úrval veitingastaða sem skaga út í hafið og bjóða upp á veiði dagsins.
Í Fremantle eru mikil evrópsk áhrif, sérskalega ítölsk og portúgölsk.
Það er gaman af því hvað heimurinn er lítill. Þegar mamma var ung flutti ein af bestu vinkonum hennar til Ástralíu og einmitt hingað til Fremantle.
Nú er ég búin að verða mér úti um heimilsfangið hjá henni og símanúmer og ætla að skella mér í heimsókn til hennar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.1.2007 | 12:01
Það er alger vitleysa að reykja....
Ég byrjaði að reykja sautján ára gamall. Ég var svo óheppin að eiga vini sem að spilltu mér. Þetta voru Albert heitinn bróðir minn og Heimir, sonur Jónasar kokks í Skagaver. Við félagarnir rúntuðum um á Lödu, E-3098 og pikkuðum upp dömur í massa-vís ( og erum svo heppnir að sitja ennþá uppi með þær). Við keyrðum um Akranes og nágrenni og reyktum hér og þar og "spray-uðum" síðan ilmvatni um allan bíl, foreldrar okkar grunlausir, að okkar mati!! Ladan var að gera svakalega góða hluti. Það var þó mitt mesta böl að byrja á þessum andskota og gott að vera laus við þetta í dag.
Jón Gunnar sonur minn er mikill spekingur. Við vorum að ræða þessa hluti um daginn og það var eitthvað á þessa leið...
JG: Pabbi, af hverju er óhollt að reykja
Pabbi: Af því að maður getur orðið svo veikur að maður getur dáið ef maður reykir.
JG: En af hverju er þá verið að selja sígarettur?
Pabbi: Það er af því að þeir sem búa til sígarettur eru að reyna að plata fólk til að reykja, til að græða peninga
JG: En af hverju kemur ekki bara löggan og tekur þá í fangelsi?
Pabbi: Það er af því að það er ekki bannað að selja sígarettur.
JG: Þannig að þeir eru ekki bara að reyna að drepa fólk heldur líka stela af þeim peningunum!! ....
Svona er þetta nú einfalt!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.1.2007 | 12:23
Fögur er hlíðin
Mér finnst Akrafjallið vera fallegasta fjall í heimi. Fast á hæla þess kemur svo Snæfellsjökull - ekki amalegt útsýnið af Skaganum á fallegu sumarkvöldi
Mig hefur alltaf langað í málverk af Akrafjallinu en aldrei komið því í verk að koma mér upp slíku. Verð að að bæta úr því og tala við hann Bjarna Þór, mér finnst myndirnar hans góðar, sérstaklega það sem hann hefur verið að gera undanfarin ár.
Það er líka sérlega gaman að ganga á Akrafjallið. Fór í fyrra-sumar með Makka svila mínum á annan tindinn. Fyrir Niðurlendingin var þetta auðvitað gríðarlegt afrek, frá því að búa töluvert fyrir neðan sjávarmál og ganga upp á Háahnjuk, einir 555 metrar frá sjávarmáli, eitthvað hærri fyrir þá sem búa fyrir neðan sjávarmál!! Það var ekki laust við að Makki fyndi fyrir tengslum við Sir Edmund þarna á toppnum, enda á hann ekki langt að sækja þetta, ber nú eftirnafnið Van den Berg sem má yfirfæra sem Makki "frá fjöllum".
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.1.2007 | 10:49
Hvað er framundan?
Óska öllum gleðilegs nýs árs.
Árið 2006 var sérstaklega gott ár fyrir fjölskylduna í Brisbane. Litla daman dafnað vel og er sérstaklega skemmtileg, eins og mamma sín.
Okkur hefur öllum liðið mjög vel hérna í Brisbane, hér er alger paradís. En þetta ár verður viðburðaríkt. Stefnan hefur verið sett á Ísland og ætlum við að flytja heim í vor, 3 ár verða liðin í júlí síðan að ég byrjaði hjá Marel Australia. Drengjunum hlakkar mikið til að flytja heim enda mikið ævintýri að flytja, hvað þá á milli heimsálfa. Við erum öll mjög spennt að koma aftur heim, hlakkar til að eyða meiri tíma með fjölskyldum okkar.
Þeir vita það allir sem hafa reynt það að flytja á milli landa að fjölskyldan verður mjög samheldin, allir standa saman og treysta hvor á aðra og fjölskyldan eyðir miklum tíma saman, krakkarnir hlaupa ekki beint til vina sinna eftir skóla og um helgar. Allur frítími er fjölskyldutími. Það verður erfitt að viðhalda þessu þegar heim verður komið, en það verður allt gert til að svo verði.
En framundan eru skemmtilegir tímar og vonandi verður 2007 okkur eins gott og 2006 var.
Til hamingju með afmælið mamma, hip hip húrra!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.12.2006 | 10:17
Grímuball
Það verður grímuball hjá okkur Íslendingunum í Brisbane á gamlárskvöld. Sænsk vinkona okkar hérna í Brisbane orðaði það við okkur að hún ætti ABBA búninga sem við gætum fengið lánaða. Okkur fannst þetta snilldarhugmynd, myndi passa gríðarlega vel. Ég ætlaði að vera Björn, Lúlli Benny og Krissý og Guðrún áttu að sjá um söngin. Krissý sótti dressin í dag niður í IKEA að sjálfsögðu, ABBA og IKEA, tvær helstu stjörnur Svía!!. Búningarnir stórglæsilegir og var nú farið í mátun. Þvílík vonbrigði. Þessir ABBA gaurar voru algerir stubbar og við Lúlli greinlega búnir að bæta aðeins á okkur yfir hátíðarnar.
Þetta var blásið af all-snarlega.
Nú er úr vöndu að ráða, sjáum hvað við getum gert á morgun.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.12.2006 | 22:58
Jólin okkar
Jæja þá er maður loksins orðin maður með mönnum og farin að blogga. Við sjáum til hvernig þetta gengur.
Við höfum haft það mjög gott hérna yfir jólin. Nutum aðfangadags í bongó blíðu, lékum okkur í lauginni og höfðum það náðugt. Ég "blés" svo inn jólin með jiddirídúunu hennar Silju, að frumbyggja sið, klukkan 18 hundruð. Drengirnir orðnir gríðarlega spenntir og fengu að opna einn pakka fyrir matinn.
Hérna í Ástralíu er hvorki hægt að fá hamborgarahrygg né rjúpu þannig að ráðist var í að grilla nautalund, gæða útflutningskjöt frá Oakey sem aðeins útvaldir ( og Japanir ) hafa aðgang að!! Í desert var boðið upp á heimalagaðan ís. Að sjálfsögðu voru gjafir rifnar upp með látum og þökkum við öllum kærlega fyrir okkur. Lúlli fékk flesta pakkana, eina 7 frá Guðrúnu sinni ( en gaf henni bara einn? )
Jón Gunnar hafði áhyggjur af því hversu fá pakka pabbi fékk, "Ef þú færð minna en sjö pakka þá skal ég fara með þér út í búð og kaupa fyrir þig nokkra". Það er gott að eiga góða að!!
Á Jóladag var aftur allt orðið fullt af pökkum undir jólatrénu. Hérna einhverstaðar býr náungi sem kallar sig Santa og hann kemur víst á Jóladagsmorgun og fyllir allt af gjöfum. Þetta vakti mikla lukku, sérstaklega hjá Rósu litlu sem svaf þetta allt af sér kvöldið áður. Albert fékk Krikett sett eins og sönnum Ástrala sæmir, hann er orðinn "true blue Aussie" gæti verið innfæddur drengurinn - Fair Dinkum
Síðustu tveimur dögum hefur verið eytt í veikindi og slen. Það var svo sem í lagi, himnarnir hafa grátið yfir þessu allan tíman. En í dag (28. des ) vöknuðu allir hressir og kátir og tilbúnir í slaginn. Nú hefst undirbúningur fyrir áramótapartýið.
Gleðilega hátíð
Bloggar | Breytt 28.12.2006 kl. 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Um bloggið
Hafsteinn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar