Úff


Er að störfum í Victoriu fylki, nærri Melobourne í litlum bæ sem heitir Castlemaine.

Miklir skógareldar geysa hér og er eldlínan um 80m km löng og sér vindurinn um að halda þessu gangandi. Ekki er nokkur leið að slökkva þessa elda en menn berjast við að halda þessu í skefjum og verða að bíða eftir hagstæðri vindátt og haustinu!!

Í gær brunnu í sundur rafmagnslínur sem sjá um að dreifa rafmagni um allt fylkið, til fleiri milljón manns. Hundruð þúsunda heimila voru án rafmagns og voru allir veitingastaðir lokaðir sökum þessa, sem gerði okkur erfitt fyrir varðandi kvöldmat.

Það var svo ekki á það bætandi að hitinn var óbærilegur. Obinberar hitatölur voru rúmar 40° á Celsius kvarðanum. Nú stendur einmitt yfir Opna Ástralska mótið í tennis og var hitinn sem mældist niður á aðal-vellinum rétt eftir hádegi tæpar 50 gráður, í skugga!! Hvenær verður það beinlínis hættulegt að stunda afreksíþróttir? Kannski Kristleifur vinur minn geti svarað þessu.

Annars voru nokkur góð comment frá keppendum í blöðunum í dag.

"Ég fann ekki fyrir fótunum"

"Heilinn á mér er gjörsamlega steiktur"

"Ég er með óráði!"

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ferð varlega þarna í hitanum :)

Guðrún (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 16:47

2 identicon

þetta er nú alveg ótrúlegt þarna væri nú gott að fá góða rigningu. það hefði ég allavega haldið að myndi bjarga öllu, en ég er nú líka SNÁKUR og elska góða rigningu.

mamma (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 10:40

3 identicon

Þetta er alveg ótrúlegt veður, en hefur þetta ekki alltaf verið svona þarna í þessum heimshluta hjá ykkur núna eða er veðrið líka að breytast í þá átt að hitna meira. Veðrið er jú alls staðar að breytast og jafnast ef svo mætti segja bara verst með þessa hvirfilvinda og storma sem koma upp.  Þið farið vonandi öll varlega í þessum svakalega hita. Ég er nú bara að vona að þaki haldist á hjá okkur í dag og næstu daga því svo svakalegir vindar ganga yfir hjá okkur og húsið sem við búum í er 109 ára gamalt. Rigning alveg eins og hellt sé úr fötu og það á þessum árstíma. En kannski kemur kuldinn og snjórinn þrátt fyrir allt hver veit.

Helga Atlad. (IP-tala skráð) 18.1.2007 kl. 14:34

4 identicon

Hér í Danmörku er spáð 9 stiga frosti í nótt þannig að það er c.a. 50 stiga munur á milli okkar.

Ég hef nú ekki alveg á tæru við hvaða hitastig það verður hættulegt að stunda afreksíþóttir. Mín reynsla er nú sú að það sé alltaf hættulegt. Þetta lið er alltaf að meiðast og leggst svo flatt á bekkinn hjá sjúkraþjálfaranum!

kristleifur (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 19:24

5 Smámynd: Hafsteinn Gunnarsson

He he. Þetta er alveg hárrét hjá þér.

Hafsteinn Gunnarsson, 26.1.2007 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hafsteinn

Höfundur

Hafsteinn Gunnarsson
Hafsteinn Gunnarsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband