Líkamsræktin

Við hjónin erum farin að stunda hjólreiðar. Erum búin að fara eina 50 km þessa vikuna - Það held ég að rassarnir verði stinnir og flottir með þessu áframhaldi!!

Það er nú samt gaman af þessari líkamsækt. Þetta er einhvern vegin alltaf sama sagan. Eftir jólin byrjar maður að koma sér í form og stendur sig svona þokkalega vel fram eftir ári. Síðan fer að halla undan fæti í kringum páskana og á sumrin er þetta einhvern vegin ekki að gera sig. Þegar fer að hausta verður maður nú að drífa sig aftur af stað, ekki hægt að liggja í eymd og volæði. Það gengur mjög vel fram eftir haustinu en þegar líða fer að jólum fjarar þetta út. Síðan hefst hringurinn aftur.

Þetta dugar þó til að halda sér í horfinu, þó ekki sé það meira. Það er nú betra að vera alltaf að reyna en að gera ekki neitt.  Gangi ykkur vel í ræktinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú gaman að segja frá því að við Íslendingar unnum ykkur molbúana í Ástralíu á HM í handbolta rétt áðan. Lokatölur 45-20 kuldabolunum í vil. Koma svo Ástralir...

Lúlli (IP-tala skráð) 20.1.2007 kl. 17:07

2 identicon

Jeminn, það er nú varla hægt að vera stinnari og sætari en þið hjónin eruð..... Eins gott að fara kannski aðeins varlega í þessar æfingar! Kveðja úr kuldanum Helga Atlad.

Helga Atladóttir (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hafsteinn

Höfundur

Hafsteinn Gunnarsson
Hafsteinn Gunnarsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 247

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband