26.1.2007 | 12:33
Héðan og þaðan
Þessa vikuna hef ég verið að aðstoða vini mína í Suður Ástralíu við að skipuleggja laxavinnslu. Springs Smoked Seafoods er fyritæki sem framleiðir ferskan og reiktan lax og er staðsett nálægt litlu "þýsku" þorpi. Hótelið sem ég dvaldi á tilheyrði veitingastað sem bauð upp á þenna líka fína þýska bjór, en eins og allir vita er það besti bjór í heimi, "og þótt víðar væri leitað". Þarna datt ég inní þýskt landnám hér í Ástralíu sem var virkilega skemmtilegt, góður matur og góður bjór.
Lásuð þið á mbl.is um græneðluna Mozart frá Belgíu sem hefur verið með stinnan getnaðarlim í rúma viku? Ég segi nú bara eins og Silja vinkona mín "ertu ekki að grínast". Ljóta baslið á þessu kvikindi. Það stendur víst til að skera hann af!! Það kemur víst ekki að sök því greyið er með tvo!!!! Og kynlífið er víst allt saman í hausnum á honum. Ekki skrítið að hann hafi verið með hann á lofti í heila viku. Maður skilur þetta vel, sérstaklega þegar ég er á þessum ferðalögum, þá er þetta bara í hausnum á manni!!
And by the way Áfram Arsenal, gerðum góða hluti um síðustu helgi.
Um bloggið
Hafsteinn
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alltaf sama lukkan á Nöllunum,by the way síðan hvenær hefur þú haft svo mikið vit á bjór?
Heimir (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 22:43
Hahaha ég get ekki lesið annað úr þessari færslu hjá þér en að þú hafir lent í því sama og eðlan; Maður skilur þetta vel, sérstaklega þegar ég er á þessum ferðalögum, þá er þetta bara í hausnum á manni!!
Guðrún (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 08:28
Við hjá Mancester vorkennum þessu ungliða liði hjá Nöllunum. Þeir ættu að vera í annari deild, þar sem þeir gætu hugsanlega verið á jörðinni. Þvílíkir tudda á leikvelli hafa ekki sést í áratugi og man enginn svo langt aftur í tímann. Gangi ykki vel
Pétur Steinar (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 15:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.