Sögur að vestan

Í dag fór ég og dóttir mín ásamt mömmu og pabba vestur á Snæfellsnes. Stefnan var sett á Snæfellsjökul, með viðkomu á Vegamótum, Hótel Búðum og Arnarstapa.

Á sínum sokkabandsárum starfaði móðir mín sem herbergisþerna á Búðum. Eitt sumarið dvelur þjóðarskáldið Halldór Laxness þar við skriftir. Móðir mín sá um þrif á herbergi meistarans og kokkurinn á staðnum sá um að bóna og þrífa bíl skáldsins.

Einn morgunninn er móðir mín að fara út með þvottinn og sér að það er einhver hálfur ofaní skottinu á bílnum. Tekur hún sprett að manninum, flengir hann fast með flötum lófanum og segir "Hva er bara alltaf verið að þrífa bílinn fyrir kallinn." Lítur þá ekki Laxnes upp úr skottinu, skellihlæjandi. Honum líkaði þetta vel og hélt mikið upp á gömlu eftir þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Gunnarsson

Móðir náttúra er klárlega ekki við eina fjölina felld. Það eru ekki margir sem geta státað sig af því að rassskella sjáfann LAXNES.

Lúðvík Gunnarsson, 29.6.2007 kl. 13:35

2 identicon

Ha, ha, það eru ekki margir sem að geta sagst hafa flengt Nobelsskáldið!!!

Heiðrún Hámundar (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hafsteinn

Höfundur

Hafsteinn Gunnarsson
Hafsteinn Gunnarsson

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband