Sjáumst

Nú er frúin á leið úr landi, við hittumst bara um helgar þessar vikurnar. Hún mun eyða næstu 10 dögunum í Noregi við störf fyrir Elkem, þeir geta nú ekki fengið betri fulltrúa en hana Krissý mína!!

Þetta þýðir víst að við munum ekki hittast fyrr en um aðra helgi þar sem ég þarf að skjótast til Finnlands í 3 daga, daginn áður en hún kemur.

Annars vorum við Heimir félagi minn að panta okkur ferð til London um miðjan janúar nk. Ætlum að skella okkur á völlinn og fleira!!

Treysti á að hann bjóði mér a.m.k einn bjór, fyrir borðið sem hann braut hjá mér á föstudaginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hummmm.....borði....!!!!

..... var minn á "hliðarskrefunum" uppi á borði !!!!!!

kv. Anna

Anna Elín (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 16:27

2 identicon

Nei nei Anna mín engin hliðarskref,var bara að teygja mig í gítarinn til þess eins að taka eitt lag fyrir vin minn,þá var eitthvert helv.... glerborð að þvælast fyrir mér,ég rakst á það og það fór í mask.Égmun öruglega bjóða þér Haddi einn bjór í London og kannski einn Gammel með he,he

Heimr (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 20:12

3 identicon

Ekki í fyrsta skiptið sem hann Heimir vinur minn fer hamförum með gítarinn. Lá nú eitt glerljós í valnum eftir smá snúning með gítarinn síðast þegar ég var á klakanum.  Og djöfull væri nú gaman að sjá hliðarskrefin aftur....... Long time ago.  Gangi þér vel með börn og bú þessa vikuna elsku mágur.

Þóra Jónsdóttir (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 21:23

4 Smámynd: Egill Lárusson

Ekki segja mér að Heimir hafi verið að teygja sig í gítarinn hans Hadda, sá gítar er svo gersamlega rammfalskur og hefur ekki verið stilltur síðan í october 2005 þegar ég reyndi að kenna meistara Hadda, þann undurfagra tón C-dúr.

Nei, ég segi sona!!! Maður má náttúrulega ekki vera svona vondur við vini sína.

En það er alveg satt að húsdýr flýja þegar þessi gítar er notaður, enda kostaði 35 ástralska dollara, með tösku.

Egill Lárusson, 25.10.2007 kl. 11:38

5 identicon

Hey velkominn í hópinn.  Gott að það sé ekki bara ég sem brýt niður glerborð.

Það er gott að eiga vini þarna úti sem eru á sama stalli í lífinu og maður sjálfur.

Knúsaðu kelluna sætu frá mér.

Kv. Maja

María Jónatansdóttir (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hafsteinn

Höfundur

Hafsteinn Gunnarsson
Hafsteinn Gunnarsson

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 183

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband